Saga - 1964, Page 55
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
47
undir miðja 14. öld að undanskilinni íslandsverzluninni á
um 20 ára tímabili, eftir að Gamli sáttmáli var gerður.
Umskiptin, sem urðu 1348, eiga sér rætur í verzlunar-
og atvinnusögu Islendinga og Norðmanna. í lok 13. aldar
eru kaupmenn farnir að sækjast eftir íslenzkri skreið. ís-
lendingar fylgja sömu verzlunarstefnu og Norðmenn og
banna útflutning matvæla, nema matvæli komi í staðinn.
A öðrum fjórðungi 14. aldar munu Norðmenn hafa orðið
uflögufærir af korni sökum aukins innflutnings Hansa-
manna. Þá hefst aukin sigling til íslands, og héðan flyzt
hinn mesti og bezti varningur í skreið og lýsi. Á árunum
1340—47 eru 11—13 skip hér við land árlega, og 1347
hggja hér 21 skip auk tveggja , sem brotnuðu. Aukinni
siglingu fylgdu hagstæðari verzlunarkjör en áður. Nú
þurfti hvorki að hvetja né skylda farmenn til siglinganna,
°g erlendir aðilar hertu sóknina til skattlandanna. Stjórn-
in sá sér þá þann kost vænstan að leggja bann við öllum
skattlandssiglingum án síns leyfis. Réttinn til þessarar
iög'gjafar sótti stjórnin hvorki í Gamla sáttmála né aðra
samninga við íslendinga, heldur í þær reglur, sem giltu
um verzlun á Finnmörku og beiðni norskra farmanna um
aðstoð í verzlunarkeppninni við Hansamenn. Af þessari
tilskipun leiddi, að Björgvinjarmenn urðu einráðir um
verzlun á íslandi; hér hófst Björgvinjareinokun, og ekki
er vitað til þess, að Islendingar hafi á einn eða neinn hátt
andmælt þeirri skipan. Hvað sem réttindaskrám þeirra
leið, þá beygðu þeir sig fyrir verzlunarlöggjöf ríkisins,
^ueðan stjórnin gat haldið henni til streitu. Þegar norska
verzlunarveldið hrundi til grunna, þá þurrkuðu þeir rykið
af Gamla sáttmála og kröfðust verzlunarfrelsis á grund-
velli skipaákvæðis hins forna samnings.