Saga - 1964, Page 61
Hermann Pálsson:
Landafundurinn árið 1285
1. Þegar liðnar voru réttar þrjár aldir frá upphafi ís-
lenzks landnáms á Grænlandi, fundu tveir vestfirzkir
bræður land fyrir vestan haf. Heimildir um atburð þenna
eru næsta fáskrúðugar, enda er margt óljóst um sögu
þjóðar vorrar á síðustu áratugum þrettándu aldar. Helzta
heimildarritið um þetta tímabil er Árna saga biskups, en
í henni er landafundarins hvergi getið. Hins vegar fræðir
hún oss töluvert um bræðurna tvo, sem fundu landið. f
Lárentíuss sögu Hólabiskups er fundarins hvergi beinlínis
getið, en þó er þar minnzt á hið nýfundna land og einnig
á ráðstafanir, sem gerðar voru eftir fundinn. Þrjár gamlar
annálagerðir (Resensannáll, Lögniannsannáll og Odda-
verjaannáll) minnast ekki á þenna atburð neinu orði, en
sex aðrir fornir annálar fræða oss á því, að land hafi fund-
izt vestur af fslandi árið 1285:
a) Fannst land vestur undan Islandi. (Gottskálksannáll,
Forni annáll, annáll Flateyjarbókar).
b) Fundust Duneyjar (Dúneyjar?). (Skálholtsannáll).
c) Helgasynir sigldu í Grænlands óbyggöir. (Höyers-
annáll).
ó) Fundu Helgasynir Nýjaland, Aöalbrandur og Þorvald-
ur. (Konungsannáll; viðbótargrein frá því um 1500).
Einsætt er, að skammt hefur verið liðið frá þessum at-
burði, er hans var fyrst getið í annálum. Hitt er þó ekki
siður eftirtektarvert, hve mjög annálunum ber á milli um
orðalag og raunar efni, þótt kjarni frásagnarinnar sé hinn