Saga - 1964, Síða 64
56
HERMANN PÁLSSON
austurströnd Grænlands. Það gerðist snemma á tólftu
öld. Og Flóamanna saga rekur frásögn af Þorgilsi örra-
beinsstjúp og hrakningum hans til austurstrandar Græn-
lands. Þótt ástæðulaust sé að leggja of mikinn trúnað á
þá sögu, sýnir hún ásamt með öðrum frásögnum, hvers
konar hugmyndir menn höfðu um þá hlið Grænlands, sem
veit að Islandi. Einsætt er, að höfundur Höyersannáls hef-
ur talið, að þá Helgasyni hafi borið upp að óbyggðri strönd
á Austur-Grænlandi. Nú er það eftirtektarvert, að í þess-
um sama annál kemur fyrir frásögn af hrakningum við
Grænland, og er hún við árið 1192: „Skip kom í Breiða-
fjörð, seymt tréseymi einum nær. Það var bundið seymi,
og höfðu verið í Krossey og Finnsbúðum í sjö vetur og
voru um veturinn með Gelli Þorsteinssyni í Flatey; önd-
uðust þar og voru grafnir fyrir austan kirkju. Þá tóku
þeir afturgöngur miklar.“ Hér hefur annálsritarinn nefnt
tvo ákveðna staði, en því miður lætur hann enga nákvæma
vitneskju í té um það, hvar þeir Helgasynir komu að Græn-
landi. En hin stutta annálsgrein við árið 1285 minnir oss
einnig á frásögn Landnámu af Gunnbjarnarskerjum og
vetrardvöl Snæbjarnar galta og manna hans í Grænlands
óbyggðum á tíundu öld.
3. Heitið Duneyjar, eða Dúneyjar, sem notað er í Skál-
holtsannál, mun ekki koma fyrir annars staðar í fornum
heimildum. Óvíst er um lengd sérhljóðsins, og er því ekki
vitað, hvort eyjarnar eru kenndar við fuglsdún eða við
dun (dyn, hávaða). Hvorutveggja gæti staðizt. í ann-
álshandritinu er nær aldrei settur broddur yfir ú.
Nýjaland er ekki einungis nefnt í Konungsannál, heldur
einnig í Lárentíuss sögu, eins og síðar verður rakið, og í
Flateyjarbók.
I annálunum koma fram tvenns konar viðhorf til atburð-
arins árið 1285. Annars vegar telur Höyersannáll, að hér
sé um þekkt land (óbyggðir Grænlands) að ræða, en allir