Saga - 1964, Page 67
LANDAFUNDURINN ÁRIÐ 1285
59
og eftir það verður ekki vart neinnar tilraunar hans í þá
átt að telja Islendinga á að fara til Nýjalands. Heimildir
benda ekki til neinna undirtekta íslendinga, sem ekki er
heldur að vænta. Sannleikurinn mun vera sá, að frásagnir
af Nýjalandsfundinum árið 1285 munu hafa verið gabb,
og íslendingar hafa ekki gengið þess duldir, að hér var um
Grænland að ræða, eins og raunar kemur fram í Höyers-
annál, þótt fregnin virðist hafa verið tekin alvarlega í
Noregi. Viðurnefnið Lcmda-Hrólfur er vafalaust gefið í
háðungarskyni.
Viðbrögð Eiríks konungs minna oss rækilega á áhuga
hans á auknum tekjum af fslendingum, því að varla hefði
hann sent mann til íslands að leita Nýjalands, nema ein-
hvers gróða væri von. Eiríkur hefur að öllum líkindum
látið sig dreyma um nýja viðbót við norska heimsveldið,
en um þessar mundir ræður hann yfir eylöndum í Atlanz-
hafi norðan Péttlandsfjarðar, auk heimalandsins. Vafa-
laust hefði Noregskonungur gert kröfur um yfirráðarétt
yfir Hellulandi, Marklandi og Vínlandi, ef lönd þessi hefðu
fundizt að nýju. Spurnir af þessum löndum hefur kon-
ungur haft frá skattlöndunum, fslandi og Grænlandi, sem
bæði höfðu lotið norskum yfirráðum um tæpra þriggja
áratuga skeið, þegar Hrólfur var sendur til íslands. En
draumar Eiríks um nýja tekjulind brugðust, þegar á
i'eyndi. Landa-Hrólfur ferðast um ísland og hvetur menn
að koma með sér að kanna hið nýfundna land fyrir vestan
haf, en fær heldur kuldaleg svör. íslenzka bændur fýsir
ekki að heimsækja hinar klettóttu strendur undir jöklun-
11 m á Austur-Grænlandi. Og Hrólfi verður svo mikið um
þessi vonbrigði, að hann hættir sér ekki aftur til Noregs
að segja Eiríki tíðindin. Hann eyðir hinum fáu misserum,
sem hann á enn eftir ólifuð, úti á íslandi, vonsvikinn
Joaður. Hann hlaut aldrei þá frægð fyrir landkönnun, sem
honum hafði verið heitin austur í Noregi, þegar hann
bjóst til Nýjalandsferðar vorið 1289.