Saga - 1964, Side 68
60
HERMANN PÁLSSON
5. Hafi fregnin um landsfund þeirra Helgasona verið
ætluð til gabbs og ginnungar, þá er ástæðulítið að leita
langt að upphafsmönnum. 1 Höyersannál eru finnendur
landsins nefndir Helgasynir, og af Konungsannál sést,
að þeir hafa verið bræðurnir síra Þorvaldur Helgason
og síra Aðalbrandur Helgason. Af þeim kynnum, sem lest-
ur Árna sögu bisJcups veitir oss um þá bræður, er freist-
andi að gera ráð fyrir því, að þeir séu sjálfir höfundar að
áróðrinum fyrir Nýjalandi. Mér þykir ástæðulaust að ef-
ast um, að þeir hafi í rauninni. siglt til austursti'andar
Grænlands, en hins vegar bendir för Landa-Hrólfs og um-
mæli annála eindregið í þá átt, að ýkt hafi verið um ágæti
hins nýfundna lands. Þykir mér því rétt að hyggja nokkuð
að ævi þessara bræðra.
Þeir Aðalbrandur og Þorvaldur Helgasynir voru komn-
ir af alkunnum ættum vestanlands. Þorgils Oddason á
Staðarhóli, sem deildi við Hafliða Másson, var langafi
Lambkárs ábóta, en Lambkár var afi þeirra bræðra. Báðir
voru þeir prestar. Aðalbrandur var um tíma í þjónustu
Árna biskups Þorlákssonar, og um skeið var hann prestur
á Breiðabólstað á Reykjanesi. Aðalbrands er fyrst getið
um 1277, er hann flytur bréf frá Magnúsi konungi til ís-
lendinga. Hugsanlegt er, að Aðalbrandur hafi sjálfur átt
skip í förum. f þessu sambandi má minna á, að nokkrum
árum áður, eða 1273, hafði Magnús konungur játað fs-
lendingum að eiga í hafskipum, en áður munu utanlands-
siglingar hafa verið í höndum Noregsmanna að mestu leyti
um langan tíma. Vafasamt er, að íslendingar hafi átt
nokkurt hafskip frá því að þeir gerðu samninginn við
Hákon gamla árið 1262 og fram til 1273. Hins vegar sýna
heimildir, að Skálholtsstóll á skip í förum árið 1285, því
að það var þá kyrrsett í Noregi. Hafi síra Aðalbrandur
siglt á eigin skipi frá Noregi árið 1277, væri freistandi
að gera ráð fyrir því, að þeir bræðurnir hafi siglt til Græn-
lands á hafskipi, sem verið hafði í förum milli íslands og
Noregs.