Saga - 1964, Síða 72
64
HERMANN PÁLSSON
skapraun, að Þorvaldur hafði sukkað kirknafjám í Holti
og Vatnsfirði og svo gengið í borgun fyrir Aðalbrand bróð-
ur sinn um fé það, sem hann hafði eytt fyrir Breiðaból-
staðarkirkju á Reykjanesi, meðan hann bjó þar, en Þor-
valdur vildi eigi lúka, þó heimt væri, og var eigi liðugur að
lúka skyldir, meðan hann fekk lítt eða ekki af sakeyri
ónáða þeirra, sem honum voru gervar, og honum var
hvergi fritt. Hafði biskup þolað honum þetta sakir nauð-
synja þeirra, sem nú voru taldar, eða vináttu. En nú, er
hann vissi, að Hrafn mundi af honum vilja sína peninga,
vildi hann eigi, að kirkjurnar missti fyrir hann.“
7. Áður en ferill síra Þorvalds sé rakinn lengra, er
rétt að rifja upp aðstöðu þeirra bræðra um það leyti sem
landafundurinn er sagður hafa átt sér stað. Aðalbrandur
er í förum nokkrum árum áður, og gæti það bent til þess,
að þeir bræður hafi átt skip, eins og þegar er rakið. Og
úti í Noregi um þær mundir fá þeir bræður lán hjá Hrafni
Oddssyni. Þegar þeir sigla vestur um haf árið 1285, munu
þeir báðir hafa verið starfandi prestar, annar að Breiða-
bólstað á Reykjanesi og hinn í Holti í Önundarfirði. Báðir
lenda þeir í fjársukki. Síra Aðalbrandur sóar eignum
kirkjunnar á Breiðabólstað, og síra Þorvaldur bróðir hans
notar fjármuni Holtskirkju til að reyna að bjarga bróður
sínum úr klípunni. Og nú koma staðamál til sögunnar.
Árið áður en siglt er til óbyggða á Grænlandi, ná leikmenn
undir sig ýmsum stöðum, þeirra á meðal Holti í Önund-
arfirði, og þá hefur fjársóun Þorvalds komið í ljós. Bæði
Hrafn Oddsson og Árni biskup þrengja að síra Þorvaldi
fyrir óreiðu í fjármálum kirkjunnar. Er því freistandi að
gera ráð fyrir því, að sigling þeirra bræðra til Grænlands
árið 1285 og hinar ýktu frásagnir þeirra af Nýjalandi
hafi verið tilraun til að komast úr klípunni. En sú tilraun
bar lítinn árangur, og eftir þetta reynir síra Þorvaldur að
komast út úr ógöngunum með því að ná sættum við þá