Saga - 1964, Síða 74
66
HERMANN PÁLSSON
síðar sló hann því upp, að hann hefði Eiríki konungi gefið
tönnina."
9. Þorvaldur prestur hlítti því lítt, þótt biskup leyfði
honum ekki utanför. „Hann bjó sig til siglingar í Hvítá
orlofslaust, því að hann rauf öll sín heit við biskup. Þá
sendi (biskup) .. síra Jón Ormsson til Þorvalds að heimta
sér til handa fyrrnefnda tönn, en hann vildi eigi hana
rakna láta. Fóru þeir þá báðir upp í herað og deildu um
þá sömu tönn fyrir herra Ólafi og herra Hrafni og vannst
það, að hún fór norður til Gása, og skyldi þeir biskup
og herra Hrafn með sér hafa. Fór síra Jón heim í Skála-
holt, og sagði biskupi, hvar þá var komið, en hann ritaði
bréf til kaupmanna í Hvítá og fyrirbýður þeim að flytja
Þorvald um íslandshaf, fyrr en kirkjurnar höfðu af hon-
um fé sitt, og gáfu þeir engan gaum að biskups orðum.
Fór Þorvaldur í skip að óloknum sínum skuldum.“
En utanför Þorvalds gekk illa. „Þetta sumar sigldu
kaupmenn í Hvítá og Þorvaldur með þeim. Og er þeir
höfðu litla hríð siglt í allhagstæðum byr, gekk Þorvaldur
til siglu og mælti fyrir skipi eftir sið, og skorti eigi mikið
tungubragð. Og er því var lokið, mælti hann: „Nú er því
líkast, að skipið skríði undir mér á eina leið, hvort sem
Árni biskup gefur mér orlof eða eigi.“ Á þeim sama degi
gelck upp veðrið, og styrmdi að þeim. Þá rak upp í Hvals-
eyjum, og braut skipið, en týndust miklir peningar. Allir
heldust þar menn. Fór Þorvaldur prestur það haust til
Vestfjarða og var í Holti um veturinn og gekk eigi í
kirkju, og lá honum það illa.“
Þessi misheppnaða tilraun Þorvalds til að komast úr
landi án þess að greiða áður skuldir sínar gerðist sumarið
1288, og um veturinn 1288—9 er hann heima í Holti í Ön-
undarfirði. En þenna vetur dvelst Árni biskup í Noregi
og komst raunar ekki aftur til Islands fyrr en árið 1291.
Um vorið 1289 sendi Árni biskup bréf til Runólfs ábóta,