Saga - 1964, Page 77
LANDAFUNDURINN ÁRIÐ 1285
69
Þorvaldur er maður, sem fer sínar eigin leiðir. Síðustu
fimm ár ævi hans, frá því að hann siglir vestur frá Is-
landi að köldum ströndum Grænlands og þangað til hann
andast eftir veikindi úti í Noregi, er óslitin og samfelld
saga af einstaklingi, sem reynir að brjóta af sér höft og
aga þjóðfélagsins og bíður að lokum fullan ósigur. Hefði
hann verið uppi nokkrum mannsöldrum fyrr, myndi allur
ferill hans og örlög hafa orðið með öðru sniði. Á níunda
tugi þrettándu aldar gátu menn á borð við Þorvald ekki
notið sín. Þá urðu menn að lúta ofuraga kirkju og konungs
og hlíta þeim reglum, sem leikurinn milli þessara stór-
velda setti öllum fslendingum. Þetta er tímabil sífelldra
utanstefna, nýrrar lagasetningar, aukins konungsvalds.
Til að átta sig dálítið betur á þessu umhverfi má minna
á örfáa atburði, sem gerðust um þessar mundir. Árið 1286
gerir konungur Auðun Hestakorn jarl yfir fslandi. Sama
árið stefnir Eiríkur konungur utan flestum handgengnum
mönnum og auk þess tvö hundruð bændum. Þá á konung-
ur von á styrjöld og vill bjóða út her af íslandi. Viðbrögð
Árna biskups við þessu útboði sýna afstöðu til konungs,
sem forfeðrum hans hefði þótt harla undarleg. En þegar
til kom, þurfti konungur ekki á íslenzkum her að halda,
og hið helzta, sem minnir á herveldi konungs á íslandi
fyrst á eftir, eru langskipin árið 1288, en þau hefur kon-
ungur eflaust sent hingað einhverra erinda. Og árið 1289
er svo maður sendur hingað af konungi í því skyni að
leita að hinu nýfundna landi og kanna það.
Hermann Pálsson.