Saga - 1964, Page 81
UPPHAF EINVELDIS Á ISLANDI
73
1 Danmörku gegndi allt öðru máli. Þar var aðallinn
aldrei öflugri en í lok miðalda. Þó að einstaka heppinn og
séður konungur gæti haldið honum í skefjum um sína
daga, brást það varla, að sá næsti yrði að gefa það eftir
við valdatöku sína, sem fyrirrennarinn hafði unnið á.
Stafaði þetta af kjörríkisfyrirkomulaginu.
Enn efldist danski aðallinn, er konungur leitaði full-
tingis hans í siðaskiptabaráttunni. Var sú liðveizla dýru
verði seld, eins og raunar öll þjónusta, sem aðallinn lét
konungi sínum í té. Neyddist Kristján 3. til að gefa há-
aðlinum enn meira vald en áður í stjórn ríkisins og fá
nokkrum voldugustu aðalsmönnum ríkisins að léni hluta
af upptækum klaustraeignum.
Reynslan átti samt eftir að sýna, að Kristján 3. keypti
ekki köttinn í sekknum, þótt hann launaði aðlinum þjón-
ustuna gegn kirkjuvaldinu ríkulega; af ávöxtunum upp-
skar konungsvaldið enn meira en aðallinn, þegar fram liðu
stundir. Skipti þá ekki minnstu máli, að eftirleiðis þurfti
konungur ekki stöðugt að hugsa um hylli aðalsins til þess
að tryggja sér fylgi hans gagnvart þeim keppinaut, sem
var úr sögunni fyrir fullt og allt. En endalok kirkjuvalds-
ins sem sjálfstæðs aðilja urðu mönnum ekki almennt Ijós
fyrr en á sautjándu öld, þegar nýju viðhorfin höfðu full-
skapazt.
Yfirleitt var konungs- eða ríkisvald í sókn í Evrópu
allt frá þrettándu öld, og þar sem þriöja stétt, borgara-
stéttin, var í vexti, hneig hún víðast hvar til stuðnings við
þau öfl, sem voru reiðubúin til að skerða miðaldavöld að-
alsins.
Margefldur skriður komst á þessa þróun á sautjándu
öld, þar sem nauðsynlegar forsendur voru. Víða kostuðu
bi'eytingarnar — eða öllu heldur byltingarnar — blóðug
átök, svo sem í þróuðustu ríkjunum, Englandi og Frakk-
iandi, og var t. d. ekki um að villast á Englandi, að þar
var borgarastéttin hreyfiaflið. En hitt er jafnvíst, að ekki
hefði efling konungsvaldsins á Frakklandi tekizt eins og