Saga - 1964, Side 82
74
BERGSTEINN JÓNSSON
raun bar vitni, ef hún hefði gengið gegn óskum og hags-
munum borgarastéttarinnar.
Á Norðurlöndum stóðu þýzku Hansaborgirnar öldum
saman innlendri borgarastétt fyrir þrifum. Þar fékk rík-
isvaldið lengi vel ekki rönd við reist, því að út allar mið-
aldir áttu Hansakaupmenn alls kostar við þá févana kon-
unga, sem í orði kveðnu töldust ráða ríkjum á Norður-
löndum. Aðall landanna var að vísu hátíðlega skuldbund-
inn til að veita konungi lið í hernaði, en honum var auð-
mútað til drottinsvika, enda þjáðist hann á Norðurlöndum
sem víðar af sífelldri fjárþröng, þegar líða tók á miðaldir.
Var það ekki sízt með þessari framkomu, að aðallinn safn-
aði þeim glóðum elds að höfði sér, sem nægðu honum til
dómsáfellis í fyllingu tímans.
Fyrstu dönsku konungarnir, sem markvisst hlynntu að
innlendri borgarastétt, voru þeir feðgar Hans (1481—
1513) og Kristján 2. (1513—1523). En ekki reyndist borg-
urum Kaupmannahafnar vaxinn svo fiskur um hrygg, að
þeir megnuðu að bjarga Kristjáni 2., þegar fjandmenn
hans lögðust á eitt gegn honum. Alla sextándu öld var
danska borgarastéttin samt í sókn til auðs og áhrifa, þó
að hún yrði um stundar sakir fyrir slæmum bakslettum
af völdum greifastríðsins, sem skilaði Kristjáni 3. til valda
árið 1536.
1 samræmi við ríkjandi skoðanir á atvinnumálum og
hagrænum efnum, stefnu þá sem löngu síðar var kölluð
merkantílismi, tóku dönsk stjórnarvöld á ofanverðri sext-
ándu öld að hlynna meira og meira að kaupsýslu og iðnaði
meðal þegna sinna, sem í Danmörku bjuggu, og þó eink-
um og sér í lagi Kaupmannahöfn.
Það var einmitt á altari þessara útvöldu þjóðfélags-
þegna, sem hagsmunum hinna umkomulitlu íslendinga var
fórnað frá og með árinu 1602.
1 allri þeirri löngu lest Kristjána og Friðrika, sem ver-
ið hafa konungar Danmerkur óslitið síðan árið 1448 (nema