Saga - 1964, Qupperneq 83
UPPHAF EINVELDIS Á ISLANDI
75
1481—1513), er tæplega neinn að finna, sem gnæfir upp
úr. f hugum Dana hefur þó einna hlýjust taug legið til
Kristjáns 4., en fyrir þá, sem fjær standa, liggur ágæti
hans engan veginn í augum uppi. Um hans daga sást það
berlega, að Svíar voru vaxnir sínum fornu herrum yfir
höfuð og Dönum var vissara að hafa sig hæga, þegar
stórveldin voru á ferli.
Kristján 4. hefur vissulega haft margt það til að bera,
sem konunghollum þegnum þykir mest mega prýða þjóð-
höfðingja. Hann var mikill að vallarsýn og sópaði að hon-
um, hugprúður og heljarmenni að burðum. Ekki var hann
tilkomuminnstur á hestbaki, þótt mest frægð hlotnaðist
honum á sætrjám („Við siglu Kristján sjóli stóð“, stend-
ur þar). Einu gilti, þó að hann yrði með aldrinum firna
liótur, svo að orð var á gert. Lagðist þar allt á eitt, ör eftir
sár hlotin í hernaði og bólusótt, og litarháttur sem vitn-
aði um ævilangt óhóf í mat og drykk. Ef til vill er ekkert
dæmi órækara um ástsæld þá, er hann naut meðal sinna
dönsku þegna, en það, er hann var kokkálaður á efri árum
af snoppufríðu smámenni, að almennt var kennt í brjósti
um hann, en látið vera að spotta hann, svo sem tíðkanleg-
ast er, þegar svo ber undir.
En því er Kristján 4. nefndur til sögunnar, að á stjórn-
arárum hans tekur sú þróun að greikka sporið, sem hér
er helzt til umræðu. Ríkisvaldið hopar stöðugt á hæli und-
an aðgangshörðum aðli, sem notar sér út í æsar hnignandi
hag ríkissjóðs. Bætti ekki úr skák, að helztu oddvitar að-
alsins um þessar mundir voru tengdasynir konungsins,
en kunnastir þeirra voru þeir Korfitz Ulfeldt og Hannibal
Sehested. Neyttu þeir aðstöðu sinnar í ríkisráðinu og af-
sögðu stöðugt að axla sinn hluta af byrðunum, er leiddi
af yfirvofandi ríkisgjaldþroti. Þurfti ekki að gera því
skóna, að þeir, sem fengu að bera klyfjarnar, yrðu neinir
nema þeir, sem sáðu og spunnu.
Þegar Kristján 4. féll loks frá eftir 60 ára ríkisstjórn,
árið 1648, og Friðrik 3. tók við, var ekki annað sýnna en