Saga - 1964, Qupperneq 85
UPPHAF EINVELDIS Á ÍSLANDI
77
að minnast í bænum síns aðþrengda konungs, þegar fréttir
bárust af óförum hans fyrir Karli 10. Gústaf. Samtímis
getur þess í orðfáum íslenzkum heimildum, að hin bága
verzlun versnaði enn vegna þeirra ófara.
Fullyrða má, að Gamli sáttmáli hafi verið viðurkennd-
ur sem gilt plagg allt til júlídaganna fögru 1662, þótt hag-
nýtt gildi hans virtist orðið Islendingum lítil vörn. En
heldur er ólíklegt, að landsmenn hafi órað fyrir, að þreng-
ingar konungs þeirra gætu leitt til þess, að þeir yrðu rúnir
stj órnmálalegum réttindum, sem þeir höfðu orðalaust feng-
ið endurnýjuð við konungshyllingar allt til þess.
Fyrsti áratugur Friðriks 3. á veldisstóli hafði verið hon-
um um flest örðugur og andsnúinn. Krúnuna fékk hann með
meiri afarkostum en fyrirrennarar hans um langt skeið.
Mágar hans, og þá einkum Korfitz Ulfeldt, fóru sínu fram
ún tillits til vilja þessa innhverfa og að því er virtist lítil-
mótlega konungs, og svo var að sjá sem ríkisráðið hefði
tryggt sér öll völd, sem máli skiptu. En Friðrik var seig-
ur, og þóttafull drottning hans undi því ekki að vera sýnd
opinská fyrirlitning af mágkonum sínum.
Geðveila hjá Ulfeldt varð til þess, að konungi tókst vand-
ræðalítið að losa sig við þennan glæsilega mág sinn, sem
æ ofan í æ gerðist ber að landráðum, þó að út yfir tæki, er
bann slóst í för með Svíakonungi, þegar hann tók Dan-
mörku herskildi.
En Friðriki 3. nægði ekki það eitt að ýta Korfitz Ulfeldt
ut af sviðinu. Á bak við tjöldin starfaði hann þolinmóður
VlS að koma sér upp flokki manna, aðalsmanna, sem af
bugsjónaástæðum, og borgara, sem af hagsýni aðhylltust
yýtízkulegra stjórnarfar, fallið til að auka styrk ríkisins
xun á við og veg þess út á við.
Nú hlýtur að teljast líklegt, að fyrr eða síðar hefðu
þessir konungsmenn, boðberar nýja tímans, hlotið að hrósa
Slgi’i yfir hugmyndafátæku afturhaldi ríkisráðsins. En það
eitt skiptir máli, að konungur og einkaráðgjafar hans átt-