Saga - 1964, Qupperneq 87
UPPHAF EINVELDIS Á ISLANDI
79
og þar með basta. Hafi einhverjir verið tilskipunum henn-
ar mótfallnir, áður en þær öðluðust gildi, þá var sjálfsagt
að þegja um það eftir á, ef ekki átti að skaða mannorð
þeirra eða minningu, sem hlut áttu að máli. Andstaða við
Kópavogssamþykktina, eftir að hún var gerð, hefði jafn-
gilt landráðum. Og fyrst illmáll umrenningur hafði ekkert
misjafnt fundið í fari Árna Oddssonar í lifanda lífi, hví
skyldu menn þá hræpa hann dauðan?
Væri ekki öðrum upplýsingum til að dreifa um þessa
atburði í sögu íslendinga en Alþingisbókinni og annálum,
mættum við trúa, að þeir Islendingar, sem gert var að
halda til Bessastaða, er þeir voru nýkomnir heim af öxar-
árþingi sumarið 1662, hafi óðfúsir samþykkt hvað sem
höfuðsmaðurinn Bjelke fór fram á, síðan þegið af honum
höfðinglegar veitingar, horft á flugelda, átt fullt í fangi
með að hemja hesta sína vegna fallbyssuskota, hlýtt á
hljóðfæraslátt og að svo búnu skundað heim í heyskapinn,
ef til vill örlítið argir undir niðri yfir að hafa ekki getað
lokið þessu öllu af við Öxará í einni ferð.
En í fórum Jóns Sigurðssonar (J. S. 63 fol.) er að finna
Sögn, rituð af Árna Magnússyni og skrifurum hans, þar
sem getur að líta ýmsar upplýsingar um menn og mál-
efni sautjándu aldar, ófáanlegar annars staðar.
Á minnisblöðum þessum (Bessestadensia), sem Hannes
í’orsteinsson birti í Þjóðólfi árið 1907 og þeir Jón Þorkels-
son og Einar Arnórsson árið 1908 í riti sínu, Ríkisréttindi
ísfands (bls. 127—41), er að finna mola, þar sem Árni
■Magnússon hefur sannarlega fetað eigin götur í mati á
viðburðum samtíðar sinnar og næsta tíma á undan. Er
hann ómyrkur í máli um galla ýmissa útlendra embættis-
^hanna hér, sem samtímamönnum hans flestum þótti full-
komið velsæmisbrot að gagnrýna, svo að orð væri á ger-
andi. En hvað um það: Þarna fengu íslendingar kær-
^omna staðfestingu á, að mætustu oddvitar þeirra á sautj-
andu öld, í senn tryggir synir Islands og dyggir þjónar
'onungs síns, höfðu ekki í andvaraleysi afsalað sér og