Saga - 1964, Qupperneq 90
82
BERGSTEINN JÓNSSON
stöfuðu oftar af mannlegum (eða konunglegum) ófullkom-
leika en vöntun á góðum vilja. 0g engir hafa lagt sig
betur fram um að tryggja öllum þegnum sínum eilífa sælu
annars heims, jafnvel með valdboði, en þeir feðgar Friðrik
4. og Kristján 6.
Sé stjórnarfyrirkomulagið dæmt eftir því, sem að Islandi
sneri fyrir 1683 og eftir, er engum blöðum um það að
fletta, að um greinilega framför er að ræða á öllum svið-
um, sem máli skipta.
Frá því að Danakóngar tóku við stjórn íslands (með
Margréti drottningu árið 1387) og fram á daga Kristjáns
3. (1536—59), var ríkisvaldið yfirleitt veilct, en kirkjan
í næstum stöðugri sókn gegn höfðingjunum. Nægir að
minna á umkomuleysi þeirra Bjarnar Guðnasonar og þó
einkum Jóns lögmanns Sigmundssonar í viðureign þeirra
við kirkjuvaldið á öndverðri sextándu öld. Virðast þeir
samt hafa notið þess fulltingis konungs, sem hann megn-
aði að veita þeim.
Þannig gerðist það sama á íslandi og í Danmörku á
siðaskiptatímunum, bara í smækkaðri mynd hér: Höfð-
ingjarnir veittu konungi stuðning til þess að buga kirkj-
una, en vöruðu sig ekki á, að niðurstaðan varð sú, að kon-
ungur kom úr bardaganum margefldur, þar sem hann gat
aukið valdi og kröftum kirkjunnar við sitt eigið bolmagn.
Efling konungsvaldsins á íslandi hefst þegar með siða-
skiptunum, og breyttu Kópavogseiðar þar engu teljandi
um. En í Danmörku má segja, að þar hafi 1661 verið um
að ræða lokaþátt þess leiks, sem hófst með siðaskiptunum,
en kann að hafa virzt tvísýnn allt þar til yfir lauk, þeim
sem þá fylgdust með.
Meðal annarra orsaka þess, að stjórnarfar breyttist til
betri vegar áður en langt leið eftir að einveldið komst á,
var sú ugglaust ekki veigaminnst, að í stað þess að veita
öH tignar- og áhrifaembætti aðalsmönnum, sem voru helzt
metnir eftir ættgöfgi, en ekki hæfileikum, var farið að