Saga - 1964, Page 92
84
BERGSTEINN JÓNSSON
snúning. Var þá maklegt, að þeir sypu loksins seyðið af
því, hversu dræmt þeir viðurkenndu, að íslendingar ættu
sér sína eigin sögu, eftir að þeir hættu að semja fornritin
og fram á nítjándu öld.
Víst er, að allt frá ritdeilum þeirra Jóns Sigurðssonar
og prófessors J. E. Larsens árið 1855 var um stöðuga sókn
Islendinga að ræða á þeim vettvangi. Og eins og áður er
drepið á, þá drógu málsvarar Islands á þessum tímum
fram í dagsljósið flest eða öll fáanleg gögn þessa máls,
sem einhverju skipta. Er okkur, sem nú lifum, tæplega
annað eftir skilið en að leita eigin skilnings á málunum.
Vitaskuld er hverjum og einum boðið að draga sínar
eigin ályktanir af gefnum forsendum, eigandi það eitt á
hættu, að þær öðlist ekki samsinni allra, sem róa á sömu
mið. Skal þá á ný minnt á það, sem sagt var í upphafi
þessa máls: Sá dómur, sem í svipinn kann að virðast hár-
réttur að flestra áliti, getur þótt með öllu óhafandi af
næstu kynslóð. En við þessu verður ekkert gert.
Þrátt fyrir áður nefnda áhættu, nefnilega þá að verða
einn um sína skoðun eða ef betur lætur að daga uppi sem
nátttröll með næstu kynslóð, verður ekki vikizt undan að
segja þetta:
Stjórnarfyrirkomulagið, sem horfið var frá í Danaveldi
eftir 1661, var búið að ganga sér til húðar. Það sem leysti
það af hólmi, var að dómi þeirra manna, sem þá máttu
gerzt vita, hið hentasta fyrir ríkið — og þegnana — eða
að minnsta kosti langtum fleiri þegna en gamla fyrirkomu-
lagið hafði nokkru sinni tekið tillit til.
Flokkun mála eftir eðli þeirra og þar af leiðandi skipt-
ing stjórnarinnar í deildir að sænskri fyrirmynd var ótví-
ræð framför og ekki síður hitt, að sjálfsagt var von bráð-
ar talið, að starfsmenn stjórnardeildanna væru þjálfaðir
í meðferð mála og sérfróðir um þau eftir því sem föng
voru á.