Saga - 1964, Page 95
Björn Sigfússon:
Millilandasamningur Islendinga frá Ólafi
digra til Háhonar gamla
Þjóðveldið ísienzka hefði staðið stutt á kristnum mið-
öldum, ef eigi hefði því tekizt að ná friði við Noreg og
varðveita í föstu horfi viðskipti sín þar eða að öðrum
kosti í Bretlandi. íslendingar gerðu samning við Ólaf
digra Noregskonung, um 1022 að telja má, og komu góðri
skipan á þau mál sín í landi hans. Um leið tryggðu þeir sér
í samningnum rétt til að verzla við hvert land, sem þeir
vildu ná til með viðkomu í Noregi. Mikilvægi þess ákvæð-
is hefur sýnilega verið einhverjum landsmönnum ljóst, og
fornleifafundir á fslandi frá þeirri tíð eru meðal vitnis-
burða um það, að viðskiptin spenntu a. m. k. yfir sviðið
frá Visby á Gotlandi til Lundúna og Dyflinnar, með eða
án norskra milliliða.
Áður en samningur er ræddur, þarf að gera sér ljóst,
að stjórnskipulagsþróun hafi verið komin á þann rekspöl,
hald yrði að samningi frá kyni til kyns. Fullvalda um-
boðsmenn stöðugs ríkis í löndunum þurftu að vera til, svo
að þeir gætu mætzt í samningi og skuldbundið þjóðir og
eftirmenn sína til nægrar hlítar. Var þróun svo langt
komið um 1022? — Svo var. En í fyrstu vil ég ræða þessi
°g fleiri almenn atriði, sem jóku spennu milli íslands og
konungs og löðuðu þó til samninga.
Skortur á samtímaheimildum um heiðna skeiðið leyfir
°Hkustu kenningum þar svigrúm (sbr. t. d. Sögu III, 72—
73) 0g bollaleggingar um festuna í heiðnu þjóðfélagi á 10.
öld. Hér skal eigi dæmt um það skeið. Samtímaheimildir
Um bmdstjórn og þjóðveldi vort eru yngri; þær elztu, sem
Um munar (tíundarlög, íslendingabók, Hafliðaskrá í Grá-