Saga - 1964, Síða 97
MILLILANDASAMNINGUR
89
þess, að þjóðveldið kann að hafa grætt fullt eins mikið
og tapað á því félagsþróunarlega, að til var Evrópa.
„Nú eru þegnar frið fegnir“, kvað Sighvatur um 1038
í stjórnmálastefnuskrá sinni til konungsins. En það var
friður eftir mikil átök, sem vísa skáldsins veik einnig að.
í tilefni af samningnum, sem miðaði ákveðið að kaup-
friði, verður að skýra fyrir lesendum, að fjarri fór því á
söguöld, að norrænir menn hefðu notið kaupfriðar hvar
sem þeir sigldu að landi eða að konungar játuðu allir
samningslaust farfrelsi fslendingum til handa um hafnir
og sund í grannlöndum. íslendingasögur gera að vísu ráð
fyrir góðum viðtökum þar að jafnaði, en eiga samtímis
i'áð á að hrósa miklu frelsi, sem þeir hafi átt til að stunda
arðsama víking á sömu slóðum. Það tvennt mundi illa þríf-
ast saman. Styrkara konungsvalds var þörf til að hegna
ósiðu víkingaaldar. Ár Brjánsorustu, 1014, hafði boðað
víkingaaldarlok og breytta tíma.
Að launum fyrir þátt sinn í friðun siglingaleiða tóku
þjóðhöfðingjar sér völd yfir verzlun í vaxandi mæli. Þeir
skattlögðu hana einnig eftir getu og komust brátt á lag
^ð gera millilandasamninga, sem höfðu af ýmsum ástæð-
um tíðkazt lítt á víkingaöld. Sérhver konungssýslan í
þessum tilgangi og konungs- og lénsmannatekjurnar, sem
upp úr þessu höfðust, urðu til að efla frekar þá ríkis-
þróun, sem þurfti til að tryggja meðal annars varanleik
samninga við heildir innan og utan ríkis. Þetta var á næsta
mannsaldri eftir Þorgeir Ljósvetningagoða, sem kvað eigi
hsefa að búa við tvenn lög í landi, ef vér slítum í sundur
^ögin, munum vér slíta og friðinn. Og að dæmi þeirra,
sem þröngvað höfðu (á 10. öld að sögn íslb., en á 11. öld þó
fremur) konungum Noregs og Danmerkur til að gera
frið milli sín, virtist mögulegt, fremur en í heiðni var,
að eyða með samningsgerð áorðinni jafnt sem ókominni
misklíð milli fslands og Noregs. Að launum fyrir það eins
°g fyrir aðra friðun gat konungur heimtað samningsgerð
°g laun af fslendingum.