Saga - 1964, Qupperneq 98
90
BJÖRN SIGFÚSSON
I konungsleysi sínu tókst íslendingum eftir þingræðis-
leiðinni að verða samningshæf heild gagnvart hinum er-
lenda konungi. Þótt hugtakið „í vorum lögum“ fæli ekki
beinlínis í sér ríkishugtak nútímamanna, nægði konungi
samningsaðili sá 1022 og 1083, sem treyst varð til að
framfylgja skýrri samþykkt „í vorum lögum“, þ. e. á vor-
um landsvæðum. „Lög“ fengu á þeirri tíð því nær merking-
una þegnheild í landi. Slík merkingarbreyting orðs mætti
kallast áfangi í ríkisþróun, „ríkið“ fékk að heita vor lög.
Eitt meginaflið, sem komið hafði Islendingum til að
líta á sig sem ríki andspænis erlendu ríki, kann að hafa
verið spenna landnáms- og sögualdar milli þeirra og vald-
hafa Noregs, en um stund kom í þess stað uggur um, að
Haraldur Gormsson legði ísland undir sig og Dani.
Ekki mótspyrna tóm, heldur söguleg uppreisnarréttar-
hugsjón virðist hafa setið föst í sumum íslenzkum höfð-
ingjaættum frá fyrstu tíð og var samgermanskt fyrir-
brigði, þótt lénsveldi dræpi hana síðan alstaðar niður
nema hér og á Bretlandseyjum. I meðförum Snorra í
Heimskringlu og eigi sízt í ræðum, sem hann flytur fyrir
munn sænskra lögmanna eða þrænzkra bænda, tekur upp-
reisnarréttarhugsjónin á sig yngra form, skylt því, sem
sást í krossferðaskeiðsuppreisnum gegn valdhöfum, og
vart virðist Einar Þveræingur ósnortinn af þessu aldarfari
13. aldar eins og Snorri hugsar sér hann.
I germanskri fornöld varð enginn konungur nema af
konungsblóði í æðum og gat eigi hætt að vera konungur,
þótt hann ylti frá völdum. Hins vegar var þegnum hans
syndlaust að blóta honum til guðanna, ef hann eða árferðið
gafst illa, og til voru fleiri úrræði að losna við slíkan ginn-
helgan dróttin sinn. En jafnsjálfsagt þótti fyrir því að
taka konung í staðinn, jafnótt. Snorri lætur Einar Þver-
æing færa þau meginrök gegn konungsvaldi sem stjórn-
arfarstegund, „«ð þeir eru ójafnir, sumir góðir, en sumir
illir,“ — þess vegna sé einsætt að halda þeim konunglausu
stjórnháttum, sem Einar kallar öðru nafni frelsi landsins