Saga - 1964, Qupperneq 101
MILLILANDASAMNIN GUR
9B
1000 eða fyrr (tíð Gunnhildarsona), að „þá varð öllum
leitt þeirra ofríki og ójafnaöur, að heldur vildu menn hafa
útlenda konunga yfir sér og vera sjálfráðari, því að út-
lendir höfðingjar voru þeim jafnan fjarri . . (Ól. s.
helga, 36. kap.). Þá var það, nokkru eftir fall Snorra,
sem norðlenzkir góðbændur eins og Broddi Þorleifsson á
Hofi og Þorvarður 1 Saurbæ höfðu berlega orð á, að bezt
væri, að enginn væri höfðingi yfir héruðum fjórðungs-
ins. Snorri Sturluson hafði hins vegar dulbúið þessi um-
niæli sín þannig að skjóta þeim í munn Hræreki Dags-
syni, sem konungsævi lauk á Kálfskinni nyrðra. Stefnu-
skrá Snorra var auðvitað önnur en þessara söguhetja.
Hana má fremur lesa úr Heimskringluræðum manna eins
og Ásbjarnar af Meðalhúsum í heiðni og Emundar lög-
manns af Skörum í elztu kristni, auk Bersöglisvísna.
Löng æfing í milliríkjaviðskiptum hefur átt sér stað frá
frumstæðum viðbrögðum eyjarskeggjanna íslenzku á 10.
öld við þjóðhöfðingjum og til hinnar margræðu framkomu
Snorra lögsögumanns af íslandi í konungsgarði um 1219.
Heiðna reglan í þeim efnum hafði verið eitthvað í þá átt
að launa með 50 marka þungum feldardálki úr silfri, ef
lof heyrðist um íslendinga af munni útlends skálds, en
yrkja þúsundir níðvísna um konung ríkis, þar sem ís-
lenzkir menn höfðu orðið fyrir ranglæti og hann eigi
leiðrétt það. Þannig skyldi steinum varpa í dys yfir ill-
virkjum, eins og Torf-Einar frændi vor kvað, þegar hann
lét grýta bein eins þeirra, Hálfdanar háleggs, skattkrefj-
anda í Eyjum, Haraldssonar hárfagra:
Verpum snarpir sveinar,
því að sigri vér ráðum,
(skatt vel eg honum harðan)
að Háfætu grjóti.
Yngri regla, lögfest á ritöld, virðist sýna diplómatísk-
ari þroska og sést í Grágás (I b 184: II 393). Þá skyldi
það varða skóggang að kveða níð um konunga Dana,