Saga - 1964, Page 102
94
BJÖRN SIGFÚSSON
Svía eða Norðmanna. Forgangsrétt til að sækja þá sök
áttu handgengnir húskarlar þeirra, ef hér voru staddir,
en annars mátti hver þá sök sækja sem vildi. Islenzk
hirðskáld hafa trúlega beitt sér fyrir svo hörðum ákvæð-
um og fyrir sjálfræði hvers manns til að höfða sakamál
þetta, af hræðslu við að einhver níðskældin ormstunga
kæmi á stéttina óorði við hirðir. Löngu á undan blaða-
mennskunni var sú freisting rík að skemmta höfðingja
sínum með svörtu níði um andstæðan konung. Lengi var
svo, að enginn gjaldeyrir búsafurða eða sjófangs varð
skáldum söludrýgri í kaupferðum þeirra frá fslandi en
dróttkvæðin, ef stéttin spillti eigi tiltrú sinni. Og út frá
söguefni dróttkvæða skópu íslendingar 12. aldar sér orð
fyrir að vera allra manna fróðastir um liðnar aldir
Norðurlanda og eftirsóttir til hirðanna vegna þess. Þrátt
fyrir þessi hagsmunarök hefur þurft stórbreyting á ís-
ienzkum hugsunarhætti um konunga frá því höfðingjar
á síðustu áratugum heiðninnar kváðu níð sitt og bölbæn-
ir Eiríki konungi blóðöx og Haraldi konungi Gormssyni
til svívirðu. Skóggangsákvæði þetta í Grágás þarf eigi
að vera eldra en frá 12. öld, en elztu menn, sem unnt væri
að hugsa sér höfunda slíks nýmælis, eru Lög-Skafti Þór-
oddsson, Hjalti Skeggjason og Sighvatur, skáld þeirra
Ólafs digra og Knúts ríka Danakonungs. Þó ég láti tíma-
setning ákvæðisins liggja milli hluta, er ákvæði þetta til
marks um nokkur aldahvörf, það tilheyrir friðaröld.
Samtímis því sem höfðingjar og ríkismenn urðu sekir
og landflótta of víg eða barsmíðir af ríkis sökum Skafta
og landsstjórn hans, eins og Ari segir, hefur sótt á fund
Ólafs digra margt þessara og annarra stórlátra manna
af íslandi og óvenjumikill hluti þeirra með fúsasta móti
til hirðvistar, ef hana væri unnt að fá. Það ráð að stöðva
innanlandserjur með burtrekstri herskárra úr landi hef-
ur oft í sögu þjóða þá áhættu í för með sér, að landrækir
menn sverjist í bandalag við ágengan konung, sem freist-
ast til að nota þá við að ná landsyfirráðum. Til viðbótar