Saga - 1964, Qupperneq 105
MILLILAND AS AMNIN GUR
97
Ætla má, að þarna bregði Gunnlaugur munkur fyrir
sig orðalagi, sem honum hefði verið skammlaust sjálfum
um 1200 í tali við norska menn, jafnt og innlenda, ef þeir
i’eyndu að synja fyrir, að íslenzkum mönnum í Noregi
væri réttur tryggður með samningi við Ólaf helga. Bent
hafa sumir þó á, að Gunnlaugur átti það til að setja
ímyndun ofar virkileikanum, og vík ég síðar að Jónssögu-
formála hans.
Við vitum ekki, hvort Gunnlaugur vill aðeins segja,
að í Noregi séu „Islendingar yðrir þegnar sem þeir, er hér
eru (búsettir) innan lands“, og vitum eigi nákvæmt um
orðalag latneska frumtextans eftir hann, en hann hefur
ritað: yörir þegnar, sá var þj óðréttarskilningur hans.
Hugsi hann sér að láta Jón prest viðhafa svo sterkt orð
af kænsku, varð það þó að vera „pia fraus“ þess heilaga
manns, ekki móti samvizkuskilningi hans á höldsréttar-
samningnum né ögrun gegn norskum skilningi á honum.
Adam klerkur í Brimum reit sögu sína (Gesta hammab.
eccl. pontificum) svo sem 40 árum eftir fall Ólafs helga
á Stiklastöðum og má heita samtíðarmaður atburða síð-
an það ár. Fregnir þaðan til erkistólsins í Brimum höfðu
oft verið nákvæmar, þó ekki væru skröklausar um ævi-
lok konungsins. Adam segir, að konungurinn sneri við úr
hafa orðalagið yörir þegnar, sem eflaust er frá Gunnlaugi komið (þýð-
ingunni á latínutexta hans). Lagfæringartilraun á því orðalagi sést
í skinnbókinni Cod. Holm. 5 (fol.) og stendur þar í staðinn: yörir
menn, sem þá yrði að hafa merkinguna konungsmenn, en hún væri
fjarstæða á þessum stað, þar sem tslendingahópurinn til varnar
Gisli í Björgvin í þetta sinn á að hafa verið þrjú hundruð manns,
hiiklu stærri en konungshirðin, óvist að nokkur í hópnum hafi verið
handgenginn konungsmaður, en Magnús berfættur nýtekinn við riki,
1096. Fyrir efni greinar minnar skiptir vart öllu máli, hvað þarna
gerðist um 1096, heldur hvað fróður maður eins og Gunnlaugur,
Þingeyramunkur um 1200, taldi löglegt og sjálfsagt, að hefði getað
gerzt. 1 Landnámu er sagt, að Gísl vá Gjafvald, og eflaust hefur
Snorri vitað af vísum Gísls um Magnús berfætt. En Gíslsþátt hefur
hann eigi kært sig um að taka í Heimskringlu, vegna ofmærðar
hans um kraftaverk. Þátturinn er í Bisk. I (útg. 1856) 221—27 og
Isl. fornritum III 327—40.
7