Saga - 1964, Side 107
MILLILANDASAMNIN GUR
99
maður Magnúsar góða, Stein Skaftason lögsögumanns og
Þórodd son Snorra goða. Eyjólfur halti Guðmundarson
frá Möðruvöllum var hirðmaður Ólafs talinn, en hæpn-
ara, að Guðmundur ríki faðir hans hafi verið það, þótt
Ljósv. s. telji það. í hópi metorðamanna með konungin-
um telur Snorri Sturluson föður Gellis, Þórð Eyjólfsson
á Helgafelli, Þórð Barkarson (hins digra?) og Þorleik
stjúpson Þorkels, Bollason. Meðal farmanna, sem áttu
tengsl við Ólaf digra, voru Hjalti Skeggjason, Hallur í
Haukadal Þórarinsson, Þórarinn Nefjólfsson, Illugi Ara-
son frá Reykhólum og Þorgils frændi hans Hávarsson. Ó-
traustari eru heimildir í þætti Isleifs biskups um Brand
hinn örva með konungi og í þætti Þorgríms Hallasonar,
að hann hafi verið hirðmaður konungs, og skal hér stað-
næmzt að telja konungsmenn með nafni. Varla var allt
satt, sem munnmæli tjáðu um hirðvist með hinum helga
konungi. En séu einhverjir oftaldir, munu aðrir vantald-
ir og gleymdir, áður en kæmi 13. öld. Ekkert bendir til
annars en Adam viti það rétt, að reynt hafi verið að
safna íslenzku liði, sem náð varð til erlendis, undir merki
Ólafs 1030. Um liðsöfnun úti á fslandi gat aftur tæplega
verið að ræða, hvað þá að liðsemd þaðan gæti stutt hann
að vinna Þrándheim það ár.
Hversu framsýnir áhorfendur að styrjöld voru skáld og
íslenzkir höfðingjar í utanferðum? Þeir höfðu margir
bundizt Ólafi digra með vinmálum, hirðvist og samningi
um höldsrétt. Tökum til dæmis Hall Þórarinsson, sem var
í kaupferðum sínum hluthafi í konungsverzlun og Snorri
segir um (eftir Ara): „Hallur fór milli landa og hafði
félag Ólafs ins helga konungs og félck af því uppreist
vaikla. Var honum því kunnigt um konungríki hans“
(formáli Ólafs s.). En 1026 reisti Hallur bú í Haukadal
°g var eigi með Ólafi konungi meir eða a. m. k. eigi
eítir landflótta hans 1028. Var óttaleysi þeirra við kon-
Ung þann, sem dreymdi um að vinna ísland, blandið
Svun um, að hann mundi aldrei kemba hærur fremur