Saga - 1964, Side 109
MILLILANDASAMNINGUR
101
stjórnhætti. Sighvatur skáld og Snorri gera skýrt, hverri
festu og hörku hann hafði beitt frá byrjun til að afnema
víking í Noregi. Henni lauk því fyrr en ella. Hersaættir
og stórbokkar meðal lendra manna höfðu getað ógnað
konungum og skammtað sér hvern hlut að vild sinni, Ól-
afur digri stefndi að því að lítillækka þá menn alla niður
í frægðarlausa sýslumannsiðju og varð ágengt. Eftir aga-
leysi víkingaaldar varð nú að þola strítt og vandlætinga-
samt stjórnarfar, svo fremi að hinn digri konungur fengi
lengi ráðið. Saga hans, að vísu færð í stíl af 13. aldar
hugsuði, lætur einnig hilla undir konungskröfur seinni
tíma um að ráða eigi aðeins fyrir kornsölu Erlings hersis
af Jaðri, heldur ráða sem mestu um innlenda og erlenda
verzlun og fésýslu. Hin margþætta stofnun, sem ríkis-
vald Hákonar gamla Hákonarsonar var eftir 1230, átti í
mörgum skilningi rætur að rekja til Ólafs digra eða til
þeirrar konungdómstýpu.
Athugum enn fáein ytri merki breytingarinnar, sem
var að verða á konungsvaldinu. Konungum eins og Eiríki
blóðöx, Haraldi gráfeldi og Ólafi Tryggvasyni tókst ekki
að festa vald sitt í innhéruðum Noregs né samræma nokkra
löggjöf landsenda milli, þeir máttu þykjast góðir að kom-
ast yfir þorrann af skatti þeim, sem menn í lághéruðum
urðu að heita að gjalda. Þeir geystust hafna milli sem
sækonungar aldar sinnar og hættu sjaldnar á landvegu,
vissu vart nema þegnar hygðu þar á fyrirsát. En þó var
það handan við höf, sem þessir þrír konungar týndu lífi
sínu. — Flestir forystumenn af kyni Hlaðajarla eftir 1000
báru bein erlendis, og sama var Ólafi digra áskapað, hefði
hann ekki ráðizt 1030 inn í Noreg, þar sem heilagt fall
til vallar veitti honum haldbetri konungdóm.
Konungdómur ríkisins verður þá snögglega styrk stofn-
un. Upplönd, önnur innhéruð og Víkin voru allvel hnit-
uð við ríkisheildina. Magnús Ólafsson þurfti eigi að vera
nema 11 vetra 1035 til að setjast örugglega í hásæti, vel
varið af höfðingjum Þrænda, sem með landsvöld fóru.