Saga - 1964, Page 112
104
BJÖRN SIGFÚSSON
finns karlsefnis, og Guðmundur af ætt Möðruvellinga,
líklega sá þeirra, sem var sonur Eyjólfs hirðmanns hins
haita, en að austan voru Hólmsteinn Órækjuson og Svín-
fellingurinn Daði Starkaðarson. Ártal svardaganna 1083
má heita öruggt, en ártalið 1056 er meðalvegur, þar sem
skakkað gæti lítillega á annanhvorn veginn. Orðalagið:
„sem hér er merktur“ — tekur nokkurn veginn af tví-
mæli um það, að samningsatriðin voru bókuð um leið
1083 eða brátt á eftir, og þetta er elzta varðveitt skjal
fslendinga, þeirra sem ekki eru geymd í frumriti.
Það sinn var eiðurinn svarinn Ólafi konungi kyrra, en
eiður ísleifs biskups svarinn Haraldi konungi Sigurðar-
syni, bróður Ólafs digra. Eigi verður vitað, hvaða höfð-
ingjar af fslandi það voru, sem sóru 1056, en margt er,
sem sýnir, að utanfarir af íslandi voru mjög tíðkaðar
þann áratug.
Við fljótt álit virðist efni samningsins hníga í þá átt
að veita norskum og íslenzkum mönnum gagnkvæman
þegnrétt í löndunum báðum, en festa að öðru leyti land-
auragjald, sett af Haraldi hárfagra um 900, og skyldi
það nema 4 aurum silfurs eða rúmlega 6 vararfeldum eða
2 kúgildum á hvern karlmann, sem kom til Noregs af
íslandi. Konur máttu utan fara í fylgd vandamanna og
guldu eigi landaura. Eigi síður þungbær gat reynzt önn-
ur skylda utanfaranna, að þeir voru herskyldir til land-
varna með Noregskonungi, ef þeir voru í ríki hans, skyldu
2/s hlutar skipshafnar fara í her hans, og hann gat bann-
að þeim för úr landi, ef von var á ófriði; til herfara í
önnur lönd voru þeir eigi skyldir að fylgja honum, nema
þeir gerðust handgengnir. Þessi landvarnarskylda var af-
leiðing af réttindum veittum í Noregi, og norskir menn
í vetrardvöl með íslenzkum höfðingja munu stundum
hafa talið sér skylt að veita honum vígsgengi, ef þyrfti.
Óbeint varð herskyldan í Noregi annað og meira en
greiði móti greiða, því hún vandi alla utanfara á að líta
á norskan konung sem sjálfsagðan herdróttin sinn. Eigi