Saga - 1964, Page 114
106
BJÖRN SIGF0SSON
í ræðu Dagfinns bónda í Björgyn 1220 til konungs og
Skúla hertoga, og segir Dagfinnur svo, að það mun allra
skaði, ef úr Noregi verður á fsland herjað, — „það land
hefir héðan byggzt og vorir frændur og foreldrar hafa
hristnaS landið og veitt landsmönnum (mikil) hlunnindi.
Eru þar og flestir menn saklausir fyrir oss, þó að sumir
hafi illa gert til vorra þegna.“ Frásögnin er í Hákonar-
sögu Sturlu Þórðarsonar (60. kap.), og hljóta orðin „veitt
landsmönnum mikil hlunnindi“ að vera í samræmi við
skilning Magnúsar lagabætis á rétti þeim óumdeildum,
sem Ólafur helgi gaf landsmönnum. En sá maður, sem
vitað er, að reyndi þai-na að leggja Dagfinni orð í munn,
var lögsögumaðurinn af fslandi, Snorri Sturluson. Hann
var þarna og hefur sennilega beðið Dagfinn að halda
ræðuna.
Lítið eitt eldri heimild en Hákonarsaga er Gizurar-
sáttmáli, sem vitnar, því miður of stuttlega, í þann sér-
stæða „rétt“, sem íslendingar hafi fyrrum eignazt í Nor-
egi, jafnframt því sem sex skipa regla eða ámóta ráð-
stöfun um kaupför til íslands kemur þar í stað eldri far-
frelsisákvæða: „Skulu sex skip ganga af Noregi til íslands
tvö sumur hin næstu, en þaðan í frá sem lconungi og hin-
um beztu bændum landsins þykir hentast landinu.“ —
Slíkan rétt skulu íslenzkir menn hafa í Noregi sem þá,
er þeir hafa beztan haft1) og þér hafið sjálfur boðið á
yðrum bréfum.“
Bréf Hákonar gamla frá 1261 eru týnd, svo og bréf
hans til íslenzkra manna fyrr, en eftir orðum sáttmálans
1) Orðið réttur i þessari setningu hlýtur að tákna réttindi, og þá
felur hún í sér ótvíræða kröfu Gizurarsáttmála um fulla staðfesting
á sáttmálanum við Ólaf helga, Harald Sigurðarson og Ólaf konung
kyrra að undanskildum ákvæðunum um erfðir og landaura, sem sér-
lega er um rætt í tveim greinum næst á undan í sáttmálanum, 1262
(Jón Jóh.: Islendinga s. I, 336). Ef einhver hygði orðin Slíkan rétt
eiga aðeins við það, að persónulegur réttur til bóta fyrir óvirðing
skuli tryggður Islendingi i samræmi við „höldsrétt", væri það rang-
skilið; erlendir menn nutu allir höldsréttar á 13. öld.