Saga - 1964, Page 116
108
BJÖRN SIGFÚSSON
„Grágás er risavaxinn fugl meðal germanskra lögbóka
frá miÖöldum“, sagði Andreas Heusler. Ættarmót ís-
lenzkrar lagahugsunar við hana lætur e. t. v. eigi lengur
mjög á sér bera, og verður það þó ávallt sterkara en ger-
manskt fornlagaætterni er með nokkurri annarri þjóð. —
Svo lengi sem réttarlegt málfar frá 1083 heldur lífskrafti,
er fleygur sá „risavaxni fugl“ með breiðu vænghafi. Þjóð-
trú er, að þó verði hrafnar nokkrir eldri. Réttarplaggið
frá 1083 er sá furðuhrafn, að enginn veit, hve lengi hans
kunni að verða vart í landssögunni, og nægir að geta dæm-
is um það á 20. öld.
í dansk-íslenzku sambandslögunum 1918, sem endanlega
námu úr gildi Gizurarsáttmálann og jafnt elztu sem yngstu
réttarákvæði, sem helguðust af honum (Noregur hvarf úr
tengslunum 1814), var eldri réttarstaða framlengd að
nokkru leyti. Að því er varðar málefni samningsins 1083,
var þannig gengið frá kjarna þeirra sem segir í 6. gr.
laganna 1918:
„Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á
Islandi sem íslenzkir ríkisborgarar fæddir þar, og gagn-
kvæmt. Ríkisborgarar hvors lands eru undanþegnir her-
skyldu í hinu. Bæði danskir og íslenzkir ríkisborgarar
hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild
til fiskiveiða innan landhelgi hvors ríkis. Dönsk skip njóta
á íslandi sömu réttinda sem íslenzk skip, og gagnkvæmt.
Danskar og íslenzkar afurðir og afrek skulu gagnkvæm-
lega eigi að neinu leyti sæta óhagkvæmari kjörum en nokk-
urs annars lands.“
Fimm árum áður hafði íslenzkur sagnfræðingur (B. Th.
Melsteð: íslenzk smárit II, 21—30) rætt um gagnkvæmu
þegnréttindin, sem þessi lagagrein átti eftir að framlengja.
Hann sýndi, að þau höfðu falizt í „Gamla sáttmála“ sökum
staðfestingar hans á samningnum frá 1022, og hann benti
á hlutdeild Jónsbókar 1281 og laga um „fæðingarrétt"
(Infödsretten) frá 15. jan. 1776 í þróun hins sameigin-
lega. Þó sumt orkaði tvímælis, sem sagnfræðingurinn vildi