Saga - 1964, Page 117
MILLILANDASAMNINGUR
109
fræða landa sína um í þessu sambandi 1913, mátti vel
fallast á þessar setningar hans: „Eins og kunnugt er, hef-
ur réttur þessi komið mörgum Islendingum að mjög miklu
liði og orðið íslandi í heild sinni að ómetanlegu gagni,
enda hafa fslendingar notað hann mikið, miklu meira en
Danir fæðingarrétt sinn á íslandi. Þetta er eðlileg afleið-
ing af því, að Danmörk er miklu betra land og frjósamara
en ísland og að þar má fá mikla menningu og kennslu í
mörgum greinum, sem eigi er hægt að fá á íslandi.“ „Á
meðan ísland var sjálfstætt land, notuðu íslendingar mik-
ið rétt sinn í Noregi og í norrænum byggðum. Þeim þótti
það tilvinnandi, þótt þungar kvaðir lægju á því. Þeir fóru
hópum saman til Noregs í ýmsum erindum . . . Skáld ís-
lands fóru utan og færðu Noregskonungum kvæði og þágu
laun fyrir og hirðvist. Margir merkir íslendingar fengu
þá atvinnu og verkefni í Noregi um lengri eða skemmri
tíma. íslendingar litu þá sjálfir svo á þetta sem þeir gætu
eigi án þessa verið. Það var á móti eðli þeirra að sitja
ávallt heima og leita sér eigi frama og menningar. Á því
er heldur enginn efi, að frægð þeirra, menning og bók-
menntir hefði orðið miklu minni, ef þeir hefðu setið kyrrir
heima og eigi farið oft til annarra landa.“ — Þessi blás-
andi byr undir vængi höldsréttarsamningsins forna kann
að hafa gert vart við sig enn á þeim 50 árum, sem næst-
liðin eru. Oftar þó gert lítið eða sem minnst úr honum.
Var Snorra illa viö höldsréttarsamninginn?
Gild rök eru til þess, að Snorri hafi verið manna kunn-
ugastur uppruna og varðveizlu samningsins. Hann lætur
Hjalta Skeggjason skýra Ólafi Svíakonungi frá forna
Hndauragjaldinu. Snorri þekkti íslendingabók, þar sem
Segir, að Ólafur digri gerði landauraskipun af nýju.
Markús Skeggjason, sem verið hafði meðal fremstu að-
standenda að samningnum 1083 og síðan lögsögumaður,
Var langafi Guðnýjar móður Snorra, en Vigdís móðir