Saga - 1964, Page 118
110
BJÖRN SIGFÚSSON
Hvamm-Sturlu var náinn niðji Guðmundar yngri Eyj-
ólfssonar, annars norðlenzka höfðingjans, sem vera mun
í tölu eiðamanna sama ár. Hreinn Hermundarson frá Gils-
bakka stóð hvorugum fjarri, Snorra né Styrmi fróða sam-
verkamanni hans. Og er þarna að ræða um höfðingjaættir
í miðju þriggja landsfjórðunga, einmitt í byggðum sem
vel geymdu þekkingararf, en að vísu mundi mega benda á
tengsl þeirra Snorra og Styrmis við fleiri af eiðamönnun-
um, s. s. við Órækjukynið austfirzka. Af þessu mætti leiða
þá ágizkun, að hinar dreifðu heimildir Snorra um samn-
ingsgerð og eiða hafi eflaust orðið ósamhljóða á langri
leið, og gat það aftrað honum frá fullyrðingum í riti. Víst
er þetta ekki. Þungvægust allra raka um vitneskju Snorra
um samninginn er sú staðreynd, að hann var í lögbækur
skráður. Það, að hann eins og fleira vantar í Staðarhóls-
bók Grágásar, var aðeins afleiðing þess, að þar er tak-
markað, hvað ritarinn tekur með af hlutum, sem Járnsíða
hafði gert úrelta. Sá, sem lengi var lögsögumaður, hlýtur
að hafa komizt í snertingu við allar helztu lögbækur, sem
menn áttu í landinu. Snorri og Styrmir fróði Kárason, sem
um skeið var heimilismaður í Reykholti, við sagnaritun,
skiptust á um að vera lögsögumenn 1210—18 og 1222—85,
en 1219—21 og 1236—47 sagði Teitur prestur upp lög,
bróðir Gizurar, er sáttmálinn 1262 heitir eftir. Sé nú rétt
til getið, að Gizurarsáttmáli feli í sér beina tilvitnun í
höldsréttarsamninginn, er óeðlilegt að halda annað en þeim
Teiti og Gizuri bræðrum hafi verið sá samningur kunnur
alla tíð eða a. m. k. löngu fyrir lögsagnarlok Teits, og
bein leið var milli þeirra og Teits og Gizurar 1083. Svo
undarlegur sljóleikur lögsögumanna 1210—35, að þeir
hefðu eigi kynnt sér samningstexta slíkan úr lögbókum,
gæti helzt átt sér afsökun, ef aldrei hefði snurða hlaupið á
þráð í réttindamálum Islendinga í Noregi eða Norðmanna
hér. En því var eigi að heilsa; sá lögsögumaður, sem mest
varð að kljást við þann vanda í Noregi 1218 og síðar, var
Snorri Sturluson.