Saga - 1964, Page 119
MILLILANDASAMNINGUR
111
Farbann það úr Noregi 1219, sem Skúli jarl Bárðarson
réð fyrir, hefur e. t. v. ekki talizt samningsrof, en hlaut
að vekja umræðu um réttan skilning samnings. Jarl kærði
og á íslendinga, að þeir hefðu eigi látið norska kaupmenn
njóta á íslandi sjálfsagðs réttar, og hafði misklíð magnazt
einmitt þau sumur, sem Snorri hafði með lögsöguna farið.
Skúli jarl rak millilandaverzlun fyrir eigin reikning. Við
það, að honum tókst 1217 að gera milliríkj asamning Nor-
egs og Englands um verzlun, óx mjög áhugi hans að
tryggj a aðstöðu norskra kaupmanna á Islandi, svo að
vart getur hjá því farið, að hann hafi lagt kapp á það
1219 að afla sér hverrar fáanlegrar vitneskju um hinn
forna samning um skipti Islands og Noregskonungs og e.
t. v. færa hann í nýtt horf. Ráðagerð jarls að fara 1220
með herafla og brjóta íslendinga til hlýðni féll niður, og
olli Snorri nokkru um það (sbr. bls. 106), en gerðist um
leið lendur maður konungs og jarls, trúnaðarmaður beggja
og skutulsveinn, eins og kunnugt er. Þaðan spannst sögu-
þráður, sem lauk með því, að konungur réð Snorra bana
1241, sem landráðamanni við sig. í millitíð hafði Snorri
samið Ólafs sögu helga og því næst Heimskringlu, og sá
hann ástæðu til að geta í hvorugri um höldsréttarsamn-
inginn.
Ástæðan gat verið meira en ein, en þó fyrst og fremst
ein. Höfðingjar Noregs munu hafa krafizt skýrari og
hagstæðari samnings, svo að m. a. væri fyrirbyggt það,
sem þeir kærðu yfir 1219, en einnig átti nánari samn-
ingur að verða skref til lénseiða og til fullra valda yfir
iandinu. Kaupmenn fengu frið af sjálfu sér, segja íslenzk-
ar heimildir þátíðar, en konungsvaldi gat eigi nægt sú
iausn. í fyrrnefndum bréfum Hákonar gamla, áður en
Gizurarsáttmáli var ritaður, hefur falizt krafa, sem sýndi
það glöggt, og Snorri sá snemma, hvert stefndi.
Fjarri fer, að Snorri gæti litið höldsréttarsamninginn
smáum augum eða verið illa við hann. En hann virðist
hafa goldið varúð gegn birtingu hans í söguriti, sem yrði