Saga - 1964, Page 120
112
BJÖRN SIGFÚSSON
vitanlega notað til gagnasöfnunar í tilraunum, sem arf-
takar hins eilífa Noregskonungs gerðu til að ná á sinn
fund til svardaga helztu höfðingjum lands.
Lét Snorri hvergi bera á ugg þessum í riti? Eigi var
konungsmanni sem honum það hollt að rita um hann ber-
lega. Skáldskaparformið hentaði betur til þess; tækifæri
gafst í Ólafs sögu helga að semja minnistæða söguumgerð
um ugginn.
Þórarinn Nefjólfsson hafði náð jákvæðum undirtektum
við konungsbón og þó eigi nýtilegu jáyrði enn, því að Einar
andæfði. Snorri skiptir sjónleik sínum í atriði í rísandi
röð. Með frægri ræðu Einars Þveræings virðist hámark
vera að nálgast, en skáldið lætur þá raddir lækka niður í
hljóðskraf innan hóps fyrirmanna; þeir ræða heimboð,
sem Ólafur digri gerir þeim til Noregs. Þar var hámark
hættunnar, þegar nokkrir goðar fýstu að þiggja það.
„Snorri goði og Skafti löttu þess að leggja á þá hættu við
Noregsmenn, að allir senn færi af íslandi og þangað þeir
menn, er mest réðu fyrir landi. Sögðu þeir, að af þessi
orðsendingu þótti þeim heldur grunir á dregnir um það,
er Einar hafði til getið, að lconungur mundi ætla til pynd-
inga nokkurra við íslendinga, ef hann mætti ráða . . . þá
staðfestist það helzt með þeim, að þeir sjálfir skyldu
eigi fara . . .“
Var þjóðveldið löngu búið að játast lconungi
með eiðum?
Skilgreiningar nútímalaga og stjórnfræðilegar sögu-
bækur varpa ekki ljósi yfir þessa spurn, meðan nokkurt
ský hvílir yfir ritskýringum á heimildarstöðum. Það má
að vísu telja vafalaust, að fslendingar 11. aldar hafa eigi
svarið konungi eiða um samningshald í þeirri trú, að land
þeirra missti við það nokkurs af sjálfstæði sínu, og þeirri
skoðun óbreyttri héldu íslenzkir lögsögumenn og goðar
til 1262, er þeir gáfu Hákoni gamla goðorð sín til marks