Saga - 1964, Side 121
MILLILANDASAMNINGUR
113
um, að þá fyrst gengju þeir undir konung. Það, að Hákon
gekk ríkt eftir því goðorðaafsali, sannar, að þá fyrst gat
hann litið á sig sem lénsherra yfir landi, en sá eiginleiki
konungstignar, að hann væri það, var á feudal-tíma óhjá-
kvæmilegt skilyrði þess að mega konungur landsins heita.
Að því fengnu hefði Hákon gamli getað dæmt það sem
beina uppreisn gegn sér, ef Alþingi 1262 hefði neitað með
öllu að sverja viðurkenndum lénsherra sínum skatt.
Milli konungs og skutilsveins um 1230, þegar Hákon
var tilbúinn að hefja aðgerðir á Islandi og Snorri vann
að Heimskringlu, var engu hægt að leyna um það evrópska
lögmál, að jarðeign gæti eigi verið til án landsdrottins,
„nulle terre sans seigneur“. Ýmislegt framkvæmdavald
gat falizt í rétti ,,seigneurs“. f ljósi þess var beiðni Ólafs
digra um Grímsey alvarlegri sem beiðni um „suverinitet",
beiðni um að vera sinjór eyjarinnar, eins og Sighvatur
stallari hefði kveðið að orði, heldur en hún var sem beiðni
um afnot af útskeri þvísa. Ekki sem notandi, heldur sem
sinjór hefði norskur konungur fengið rétt til að fara her-
skipum um alla nauðsynlega áfangastaði á leið milli Nor-
egs og eyjar án þess að verða sakaður um herhlaup. Til-
gáta um slíka byrjun á herferðum um íslenzkar hafnir
er lögð í munn Einari Þveræingi í Ólafssögu og lesendum
^etlað að skilja hana vel á 13. öld.
En þó við höldum okkur aðeins að áþreifanleik 11. aldar
°g beiðnum Þórarins Nefjólfssonar, hefði gjöf á Grímsey
til konungs trúlega leitt til þess, að Eyjólfur hirðmað-
Ur hans Guðmundarson hefði orðið að taka hana að léni
af Ólafi digra, sverja konungi lends manns eið eins og
Snorri niðji hans síðar og berjast fyrir konungsmálum
hér. Eins og Einar var föðurbróðir Eyjólfs hirðmanns,
Vai' Snorri niðji beggja og föðurbróðir Sturlu og annarra,
sem konungur var að reyna að gera að lendum mönnum
S1num og erindrekum hér. Sagan endurtókst.
Ef Snorri var þegar orðinn hræddur við sinjórsrétt-
lnn yfir löndum lendra manna, þann rétt, sem átti eftir
8