Saga - 1964, Síða 123
MILLILANDASAMNINGUR
115
Meðferð Snorra á heimildum um beiðnir Þórarins Nefj-
ólfssonar er öll á þá lund, að ekki hafa málin smækkað
við hana, heldur orðið dramatísk. Brottfelling Snorra á
réttarlegum atriðum, sem hefðu getað hjálpað honum að
stækka átökin, virðist hins vegar fjarska ósennileg.
Næsti möguleiki á því, að konungur hafi megnað að
auka hér rétt sinn, var á dögum Haralds konungs Sig-
urðarsonar, sem bezt hefur verið við Islendinga allra kon-
unga að vitni Heimskringlu og teygði blóðveldi sitt til
íslands að dómi Adams Brimaklerks, hataður af þeim sem
öðrum þjóðum, er hann réð fyrir. (Gesta hammaburg. III,
17. kap.; Saga II, 461). Vel má vera, að hann hafi, meðan
hann festi sig í sessi, haft jafnmargt Islendinga við hirð-
ina og Ólafur bróðir hans, enda var íslenzkur stallarinn,
Úlfur Óspaksson. En líkur til, að Haraldur hafi ágirnzt
landið, koma hvergi fram nema í þessum fjandskapar-
orðum Adams, sem áttu sér kirkjupólitískt tilefni í Brim-
um. I þvílíku tilefni er stundum sagt ósannara um líðandi
stund en um næstliðna kynslóð á undan. Snorri gat með
fullum rétti hafnað hugmynd þeirra Gunnlaugs. Magnús
konungur berfættur var eins og afinn mjög með hug á
i'íkari löndum og féll, en Sigurður sonur hans, Jórsalafar-
inn, varði fé sínu og vígrisnu allri til krossferðar, og
eftir það vörnuðu innbyrðis átök norskum konungum þess
að snerta ísland, þar til Hákon gamli var til aldurs kom-
inn.
Sýkn verður Snorri af því, að hann hafi dulið nokkurs
nm hugsanlegan sinjórsrétt konunga yfir Islandi.
Ein meginástæða Hákonar gamla til að telja heitorð
Ólafs konungs helga úr gildi fallin og láta landsmenn
ekki fá endurnýjaðan samning nema sem þegna sína, lá
i dýpkuðum 13. aldar skilningi á eðli algers fullveldis hins
kórónaða. Það var konungi ekki læging að gera samning
við annan konung né veita þegnum sínum réttindi. Hitt
hefði vart samrýmzt venjum á dögum Hákonar, að kon-
ungur lítillækkaði sig til að gera þjóðréttarlegan samning