Saga - 1964, Page 124
116
BJÖRN SIGFÚSSON
við landshluta eða borgríki, sem ekki fékkst til að viður-
kenna hann sinjór sinn. Ekkert nema eiðar um þegnlega
hlýðni nægðu konungi nú til þess, að hann gæti í móti
gefið landi þann rétt, sem áður gaf beztan Ólafur inn helgi.
Þunginn í straumi feudalþróunar um norræn lönd var
orðinn meiri en svo, að þjóðveldið ætti þess nokkurn kost
að standast hann fram til 14. aldar né hinnar 15.
Með Gizurarsáttmála 1262 var þó gamall þráður tek-
inn upp, konungi sett skilyrði nokkur og staðfest það, sem
Ólafur digri gerði skýrt. Slíkan rétt skulu íslenzkir menn
hafa í Noregi sem þá, er þeir hafa beztan haft. . .
Sáttmálahöfundarnir þóttust, að vísu gegn skattgjaldi,
hafa aukið norsk réttindi íslenzkra manna 1262 og varð-
veitt eldri réttararf um leið. Á þeim grundvelli reisti Jón
Sigurðsson frelsiskröfur sínar.
Sturla lögmaður kvað um Hákon gamla: „Óuðust allar
þjóðir / eiðvands konungs reiði“. Hallvarður gullskór
hafði leitt landsmenn í sannleik um það 1261, að Hákon,
hinn kórónaði, mundi svo eiðvandur og hlýðnivandur, að
þeim dygðu eigi undanbrögð né tilraunir að kaupa sig
undan ævinligum skatti og eiði um hollustu niðjanna. Þjóð,
sem varðveitti Bersöglisvísur og Ólafs sögu helga, gleymdi
þeim mun síður skyldu konungs um eiðvendni við hana,
— að öðrum kosti skyldi henni varla óa eiðvands konungs
reiði. — Þetta er berlega sagt í orðsendingu Alþingis til
ríkisráðs 1319 og krafizt, „að vér megum ná fornum frí-
heitum og nýjum skilmála. Viti það fyrir víst, að vér
þylckjumst lausir eftir því fornasta bréfi, sem vort for-
eldri sór Hákoni konungi gamla, ef vér fáum eigi að sumri
(það), sem oss er játað af honum og nú mælnm vér til.“
Þessar setningar1) og sáttmálinn við hinn eilífa konung
Noregs urðu vegvísar og vörðusteinar íslenzkrar stefnu
1) Með þessum skilningi sáttmálans, ítrekuðum a£ Islendingum a.
m. k. síðan 1302, fólst bæði í honum miðaldalegur uppreisnarréttur
og síðmiðaldaleg nýjung í stjórnskipulegri sættargerð milli konungs
og skattlands sem jafnrétthárra aðila. Sbr. Bjarni Benediktsson: Sátt-
málinn 1262 og einveldisbyltingin 1662, Tímarit lögfræðinga 1962, 40.