Saga - 1964, Síða 132
124
SIGFÚS HAUKUR ANDKÉSSON
skipi til flutninga að og frá höfninni. Nefndin taldi ekki
ástæðu til að veita Lynge neinn stuðning í þessu skyni,'5
enda var hún þá orðin miklu fráhverfari því að stuðla
að stofnun nýrra verzlunarstaða en hún hafði verið í byrj-
un, og verður nánar rætt um það síðar. Varð þannig ekki
heldur neitt úr verzlun á Raufarhöfn að sinni.
II.
Eins og fyrr segir, hét sá Pétur Hansteen, er tók við
Húsavíkurverzlun árið 1788. Hann hafði áður starfað við
verzlun á íslandi um alllangt skeið, síðast sem kaupmað-
ur konungsverzlunarinnar á Patreksfirði. Þar hafði hann
svo hætt störfum árið 1777 og hafið verzlunarrekstur á
eigin spýtur í Danmörku, en orðið gjaldþrota árið 1782,
eins og margir aðrir kaupsýslumenn þar í landi urðu um
það leyti. Var hagur hans því ærið bágborinn, er hann
bauðst til að gerast kaupmaður á íslandi, þegar stjórnin
auglýsti hið nýja verzlunarfyrirkomulag og afnám kon-
ungsverzlunar.7 Það varð svo úr, að Hansteen tók við verzl-
unareignunum á Húsavík að brennisteinsverkinu undan-
teknu, sem haldið var áfram að reka fyrir reikning kon-
ungs. Þessar eignir fékk hann ásamt dálitlu peningaláni
með sömu kjörum og kaupmenn á öðrum íslenzkum höfn-
um sættu, og skyldi öll upphæðin, um 12000 ríkisdalir,
borgast vaxtalaust á árunum 1790—1800. Auk þess fékk
hann eina af skútum konungsverzlunarinnar við mjög
vægu verði, sem átti að borgast á 6 árum.8
Þegar það er haft í huga, að Hansteen átti ekkert sjálf-
ur til að leggja í þessa verzlun og hann fékk aðeins 1000
ríkisdala peningalán hjá sölunefnd til að byrja verzlun-
ina með jafnframt því, sem þær vörur, sem hann fékk á
Húsavík, voru misjafnar að gæðum, er varla við því að
búast, að verzlun hans yrði með neinum glæsibrag. Kaup-
svæði Húsavíkur frá tíð konungsverzlunar var langmestur
hluti Þingeyjarþings eða að undanteknum Fnjóskadal,