Saga - 1964, Síða 133
HÚSAVlKURVERZLUN I FRÍHÖNDLUN
125
Grýtubakkahreppi og Svalbarðsströnd að vestan og Langa-
nesi að austan, en nú var mönnum raunar frjálst að sækja
verzlun þangað, sem þeir vildu helzt eða gátu. Þetta svæði
var að vísu allfj ölmennt, en víðáttumikið og að mörgu
leyti erfitt yfirferðar og íbúar þess yfirleitt fátækir.
Helztu vörur, sem þeir höfðu á boðstólum, voru slátur-
afurðir og prjónles, en sums staðar við strendurnar, svo
sem á Sléttu, kvað allmikið að æðarvarpi og selveiði, og
voru æðardúnn og sellýsi, sem voru mjög eftirsóttar vörur
erlendis, í rauninni verðmætustu útflutningsvörurnar frá
kaupsvæði Húsavíkur. Þessar vörur voru hins vegar miklu
minni liður í útflutningi Hansteens en þurft hefði að vera,
ef hann hefði lagt meiri áherzlu á að láta skip sín koma
við á Raufarhöfn og Þórshöfn, og verður nánar vikið að
því síðar. Þess skal þó getið honum til afsökunar, að sölu-
nefnd gerði hann miklu verr úr garði með skipakost í upp-
hafi en nokkurn annan kaupmann, þar eð hver hinna fékk
að minnsta kosti 30—50 stórlesta duggu og sumir einnig
tæpra 20 stórlesta skútu, en Hansteen fékk aðeins eina
skútu. Var það allt of lítill farkostur til flutninga milli
Húsavíkur og Kaupmannahafnar, en þangað beindist verzl-
un þessara kaupmanna aðallega, svo sem kunnugt er. Það
kemur raunar fram í einu bréfi sölunefndar til Hansteens
vorið 1788, að hún hefir ekki ætlazt til þess í byrjun, að
hann ræki neina verzlun út fyrir landið, en beindi öll-
Um viðskiptum sínum til Akureyrar.9 Þá var nefndin
nefnilega haldin þeirri furðulegu bjartsýni, að jafnframt
því sem verzlunin væri gefin frjáls, væri nóg að veita Ak-
ureyri, Eskifirði, Vestmannaeyjum, Reykjavík, Grund-
arfirði og fsafirði kaupstaðarréttindi með nokkrum sér-
i'éttindum, til þess að þar mynduðust bæir á skömmum
tíma og að mestu leyti sjálfkrafa, sem yrðu miðstöðvar
verzlunarinnar, hver í sínum landshluta. Þessi von brást
uuðvitað algerlega, enda vildu sölunefnd og stjórnin ekki
^eSgja í neinn kostnað því til stuðnings, að þetta gæti
°rðið að veruleika.