Saga - 1964, Side 135
HÚSAVÍKURVERZLUN I FRlHÖNDLUN
127
og hugðist notast við eitt skip. En það fórst þá um haustið
við Skagen á Jótlandi, hlaðið vörum frá Islandi, sem
eyðilögðust einnig.
Þetta var mikið áfall fyrir Hansteen, þótt skip og
farmur væru eitthvað vátryggð, og áleit sölunefnd þá
fullyrðingu hans mjög nærri lagi, að tjón hans næmi um
5000 ríkisdölum, sem var mikil upphæð fyrir svo fátækan
mann. Hann hafði að vísu greitt tilskildar afborganir af
skuldum sínum við sölunefnd árin 1790—91, en tekið það
svo nærri sér, að vorið eftir hafði hann orðið að herja
1500 ríkisdali að láni út úr nefndinni til að geta fermt skip
sitt vörum til Húsavíkur. En nefndinni höfðu þá um vorið
borizt ákafar kvartanir úr Þingeyjarsýslu út af skorti á
nauðsynjavörum í verzluninni.10
Þess var ekki að vænta, að neitt drægi úr kvörtunum
Þingeyinga við þann eina skipsfarm, sem Hansteen sendi
til Húsavíkur sumarið 1792, enda voru þær nú ítrekaðar
bæði af sýslumanni og amtmanni. Þar var sýnt fram á,
að síðan Hansteen tók við verzluninni á Húsavík, hefði
hann aldrei flutt þangað nóg af þeim vörum, sem íbúar
kaupsvæðisins máttu sízt án vera, svo sem rúgi og rúg-
mjöli, timbri, járni, salti og veiðarfærum. Haustið 1791
hefðu matvörur verið gengnar til þurrðar, áður en skipið
lét úr höfn frá Húsavík, og svipað hefði ástandið verið
haustið 1792.
Þessar kvartanir fékk sölunefnd í hendur þann 8. júní
1798, og fór hún þá að athuga nánar, hvernig ástatt væri
hjá Hansteen, en þá um vorið hafði hún lánað honum 1000
i’íkisdali og gefið honum einhvern frest á afborgunum
ef elztu skuldum hans í þeirri von, að hann gæti að öðru
leyti af eigin rammleik orðið sér úti um skip og vörur til
að senda til íslands. Nú kom í ljós, að hann hafði enn
ekki sent neitt skip af stað til Húsavíkur og taldi öll tor-
ftierki á, að hann gæti það án frekari hjálpar. Krafði
hefndin hann þá bréflega um vottfesta skrá yfir þær
vörur, sem hann hafði þegar útvegað handa verzluninni,