Saga - 1964, Síða 136
128
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
og skipaði honum að verða sér úti um leiguskip, sem
hægt yrði að senda af stað innan hálfs mánaðar, enda
skyldi hún ganga í ábyrgð fyrir leigunni, ef með þyrfti.
Gerði hann ekki þetta, hefði hann fyrirgert rétti sínum
til verzlunar á Húsavík og myndi verða talinn bera
ábyrgð á því, ef mannfellir yrði á kaupsvæðinu. Nefndin
myndi þá væntanlega líka neyðast til að senda þangað
vörur á kostnað hans.11
Að þessu sinni var nefndin óvenjulega harðorð við
Hansteen, en hann hafði veigamiklar afsakanir á reiðum
höndum, því auk þeirra óhappa, sem hann hafði orðið
fyrir, gat hann bent á, að verð á nauðsynjavörum og
skipum ásamt skipaleigu hefði hækkað gífurlega á skömm-
um tíma, sökum þess að styrjöld hafði brotizt út í Evrópu.
Auk þess var afar erfitt að fá skip á leigu vegna ákafrar
eftirsóknar stríðsþjóðanna eftir leiguskipum hjá þeim
þjóðum, er hlutlausar voru, en meðal þeirra voru þegnar
Danakanungs. Hansteen viðurkenndi líka, að hann hefði
ekki flutt mikið af kornvörum til Húsavíkur tvö síðustu
árin, en á því taldi hann Þingeyinga sjálfa eiga mesta
sök, þar eð þeir hefðu sífellt vanrækt að borga skuldir sín-
ar við verzlunina þrátt fyrir áminningar hans sjálfs og
sýslumannsins. Fór hann nú bæði fram á það, að sýslu-
manninum yrði fyrirskipað að veita sér aukna aðstoð við
innheimtu skuldanna og sér yrðu veitt ný lán til að geta
haldið verzluninni áfram.12
Báðum þessum málaleitunum taldi sölunefnd sig verða
að sinna, og var sú fyrri auðveld, þar eð ekki þurfti annað
en biðja rentukammerið að gefa Birni Tómassyni sýslu-
manni fyrirmæli að aðstoða Hansteen betur við innheimtu
skuldanna en verið hafði. Hin síðari málaleitun var öllu
erfiðari viðfangs, þar eð skuldir Hansteens við sölunefnd
námu enn 9—10.000 ríkisdölum og litlar líkur voru til þess,
að hagur hans skánaði þannig, að honum tækist nokkru
sinni að greiða þessa upphæð, hvað þá meira. Nefndin
hafði umráð yfir nokkrum sjóði, sem ætlaður var til að