Saga - 1964, Blaðsíða 137
HÚSAVlKURVERZLUN 1 FRÍHÖNDLUN 129
koma fótunum undir kaupmenn og iðnaðarmenn á íslandi,
en hins vegar var alls ekki ætlunin, að sjóður þessi væri
nein lánastofnun til frambúðar. Lán til iðnaðarmanna urðu
lítið annað en nafnið eitt, svo að það voru nær eingöngu
kaupmenn, sem nutu góðs af sjóðnum. Voru lán þessi veitt
til lengri eða skemmri tíma eftir ástæðum og með venju-
legum 4% ársvöxtum, nema lán þau, er kaupmenn fengu
í upphafi, þegar þeir tóku við verzlunareignunum, en þau
voru vaxtalaus, eins og fyrr segir.
Þegar nefndarmenn voru ekki á eitt sáttir um lánveit-
ingu eða um meiriháttar lán var að ræða og lánbeiðand-
inn í teljandi skuldum við sjóðinn, svo að hann gat ekki
sett örugga tryggingu fyrir skilvíslegri endurgreiðslu,
varð sölunefnd að fá samþykki fjármálaráðuneytisins og
konungs til að mega veita lán. Hér var öllu þessu til að
dreifa, og þann 8. júlí leitaði nefndin úrskurðar konungs
í málinu með allmiklum greinargerðum. Voru raktir þar
erfiðleikar Hansteens vegna skiptapans og hinna miklu
verðhækkana, sem orðið höfðu á skipum á skömmum tíma
og einnig vísað til yfirlýsingar rentukammers, að sam-
kvæmt bréfi Stefáns amtmanns Þórarinssonar væri óhjá-
kvæmilegt að senda matvörur og aðrar nauðsynjar til
Húsavíkur til að forða mannfelli í Þingeyjarsýslu. Han-
steen kaupmaður sæi ekki heldur fram á annað en gjald-
þi’ot, nema hann gæti sent skip til Húsavíkur á þessu
sumri og það kæmist fljótlega af stað, en yrði hann gjald-
þi'ota, væri vafasamt að skuld hans greiddist nokkru sinni
að fullu, þótt sölunefnd hefði að vísu fyrsta veðrétt í
Öllum eignum hans.
Á þessum forsendum lagði meirihluti nefndarinnar til
að Hansteen yrði veitt 4—5000 ríkisdala lán með hagstæð-
um kjörum til að kaupa sæmilegt skip og búa það hið
skjótasta til íslandsferðar, enda væri þá enn allmikil von
um, að hann rétti við og gæti staðið í skilum. Fyrir þess-
avi ályktun meirihlutans munu einkum hafa staðið þeir L.
Á. Thodal, fyrrum stiftamtmaður á Islandi, og Carl Pont-
9