Saga - 1964, Side 138
130
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
oppidan, er verið hafði um skeið kaupmaður konungs-
verzlunarinnar í Hafnarfirði og síðan einn af forstjórum
hennar í Kaupmannahöfn.
f minnihluta nefndarinnar var raunar aðeins C. U. D.
Eggers prófessor, sem hafði allmikil kynni af málefnum
íslands, enda hafði hann meðal annars verið ritari lands-
nefndarinnar síðari, en hins vegar aldrei til íslands komið.
Var Eggers miklum mun meira mótaður af kenningum
líberalismans en flestir samnefndarmenn hans og áleit
heppilegast, að kaupmenn sæju sem mest um sig sjálfir,
enda myndu aðrir brátt koma í stað þeirra, sem kynnu að
gefast upp. í séráliti sínu kvaðst hann ekki geta fallizt á, að
óhjákvæmilegt væri að senda skip til Húsavíkur á þessu
ári. Síðasti vetur hefði verið mjög mildur á fslandi og
enginn hafís fyrir Norðurlandi. Kvikfjárræktin hefði því
gengið vel og gætu menn haft viðurværi sitt af henni. Auk
þess myndu verzlanirnar á Akureyri og Vopnafirði vel
birgar að nauðsynjavörum, þótt að vísu væri mjög erfitt
að komast þangað úr miklum hluta Þingeyjarþings. Við
brottför kaupskipanna frá Höfn á þessu vori hefði kaup-
mönnum líka verið kunnugt um, hve vafasamt væri, að
Hansteen gæti sent skip til Húsavíkur, og því væri eðlilegt
að gera ráð fyrir, að einhverjir þeirra hefðu gert ráðstaf-
anir til að senda skip þangað til lausaverzlunar. Ennfrem-
ur taldi Eggers, að þær eignir, sem Hansteen átti, væru
nægileg trygging fyrir skuldum hans við sölunefnd og
þessvegna væri það engin áhætta frá sjónarmiði hennar,
þótt hann yrði gjaldþrota, en hins vegar ærið mikil áhætta
að reyna að bjarga honum með meiri lánum. Hann kvaðst
þó ekki mundu dirfast að mótmæla því, að skip yrði sent
til Húsavíkur, ef rentukammerið yrði á annarri skoðun en
hann að öllum aðstæðum athuguðum, en mæltist þó til
þess, að það yrði þá ekki gert á kostnað sjóðs sölunefndar,
enda væri það honum óviðkomandi.
Hér mun Eggers að öllum líkindum hafa átt við það, að
ef óhjákvæmilegt þætti að senda skip til Húsavíkur, væri