Saga - 1964, Síða 139
HÚSAVlKURVERZLUN 1 FRlHÖNDLUN 131
eðlilegast að kosta það af fé hins svonefnda Kollektu-
sjóðs, sem orðið hafði til við almenna söfnun í Danaveldi
í Móðuharðindunum, en ekki verið notaður þá nema að
litlu leyti. Til þessa sjóðs átti svo að grípa til hjálpar
Islendingum eða einstökum héruðum landsins, þegar hung-
ursneyð var yfirvofandi.
Meirihluti sölunefndar gerði ýmsar athugasemdir við
álitsgerð Eggers og taldi hann allt of bjartsýnan á mögu-
leika Þingeyinga að draga fram lífið á búfjárafurðum
sínum einum, þótt veturinn áður hefði verið mildur. Að-
eins þeir, sem byggju vestan Fnjóskár, gætu með góðu
móti sótt sér lífsbjörg til Akureyrar og sumir þeirra, sem
heima ættu milli Fnjóskár og Skjálfandafljóts' Til Vopna-
fjarðar kæmust menn aðeins úr Sauðaneshreþpi og sum-
part úr Svalbarðshreppi og það með miklum erfiðismun-
um, svo að miðhluti sýslunnar væri bjargarlaus. Loks
hélt meirihlutinn því fram, að miklu erfiðara yrði að
koma á verzlun að nýju á Húsavík, ef hún legðist þar
niður, þótt ekki væri nema í eitt ár.13
Úrskurður konungs var á þá leið, að Hansteen skyldu
aðeins veitt 4—500 ríkisdala verðlaun fyrir að senda skip
sín til Húsavíkur sumarið 1793, en jafnframt fyrirskip-
aði hann þó sölunefnd að stuðla að því á allan hátt, að
þessi för yrði farin. Öll nefndin var þá sammála um, að
slík verðlaun gætu ekki riðið baggamuninn, og með því
að Hansteen bauðst um þetta leyti skip, sem átti að kosta
2650 ríkisdali, var fallizt á að veita honum lán fyrir kaup-
Unum með allgóðum kjörum.14
Þetta skip komst ekki af stað frá Kaupmannahöfn,
íyrr en um miðjan ágúst, en náði samt til Húsavíkur
heilu og höldnu og aftur til Hafnar um haustið. Það kom
þó ekki til Húsavíkur, fyrr en svo seint, að flestir bændur
höfðu gefið upp alla von um, að Hansteen sendi nokkurt
skip þangað það árið, og leitað annað eftir því, sem hægt
Var> eða búið sig undir að lifa eftir föngum á eigin fram-
leiðslu. Mun för skipsins þó hafa orðið íbúunum að til-