Saga - 1964, Side 140
132
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
tölulega meira gagni en Hansteen, þar eð það fékk alls
ekki fullfermi af útflutningsvörum.
Hagur Hansteens batnaði ekkert árið 1793 eða næstu
árin þar á eftir, enda var Islandsverzlunin þá almennt
óhagstæðari en hin fyrstu ár fríhöndlunar, svo að nokkr-
ir kaupsýslumenn, sem gátu því við komið, hættu þátt-
töku í henni.15 Gerðust sölunefnd og stjórnin þá yfirleitt
liðlegri um lánveitingar til þeirra kaupmanna, er voru
illa settir, en reyndu þó að halda verzluninni áfram, og
naut Hansteen góðs af því. Árið 1795 varð hann fyrir því
tjóni að missa eignir sínar í Kaupmannahöfn í bruna
þeim, sem varð þá þar í borginni, og jók það á með-
aumkun sölunefndarmanna með honum. Á árunum 1794—
98 hélt nefndin honum á floti með því að veita honum
að mestu leyti frest á afborgunum af eldri skuldum hans
ásamt meiri eða minni eftirgjöf á vaxtagreiðslum. Auk
þess fékk hann árlega 2000 til 2500 ríkisdala lán til
verzlunarrekstursins gegn öruggri ábyrgð og 4% árs-
vöxtum, en þessi lán átti hann að borga að fullu á hverju
ári.16
Þessi árin gat Hansteen aðeins haft eitt lítið skip í
förum til Húsavíkur og reyndi að hjálpa upp á sakirnar
með því að láta það fara tvær ferðir á hverju sumri, en
það gekk oftast ærið skrykkjótt. Bæði sölunefnd og hon-
um sjálfum var ljóst, að ekki væri hægt að halda verzl-
uninni áfram til lengdar á þennan hátt, og árið 1797 sótti
hann um 4—5000 ríkisdala lán til kaupa á nýju og stærra
skipi, en það vildi fjármálaráðuneytið því aðeins fallast
á, að honum yrði veitt, ef hann gæti útvegað örugga
ábyrgðarmenn og greitt lánið á tiltölulega skömmum tíma.
1 ársbyrjun 1799 skrifaði nefndin svo ráðuneytinu langt
bréf og segir þar, að Hansteen hafi ekki ennþá getað not-
að sér þetta lán, þar eð hann hafi ekki treyst sér til að
uppfylla hin settu skilyrði. Nú hafi aðstaða hans enn
versnað sökum ills árferðis á Islandi, og á síðastliðnu
sumri hafi hann aðeins fengið lítinn farm á Húsavík í