Saga - 1964, Page 142
134
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
til að sjá kaupsvæðinu fyrir nauðsynjum, eftir því sem
þeir gætu.
Um þriðju spurninguna segir sölunefnd, að í rauninni
hafi frá upphafi mátt búast við tapi af því að lána fé í
verzlun kaupmanna með takmarkaða verzlunarkunnáttu
og enn takmarkaðri efnahag og ekki verði komizt hjá tapi
af viðskiptunum við Hansteen, hvort sem honum verði
veitt frekari hjálp eða ekki. Ef selja ætti eignir hans
núna, væri hætta á, að ekki fengist einu sinni fyrir þær
hálft það verð, sem þær séu skráðar á í bókum verzlunar-
innar. Á hinn bóginn sé líka allt í óvissu um það, þrátt fyrir
beztu viðleitni hans, hvort honum muni ganga verzlunin
eitthvað betur í framtíðinni, ef hann fengi hjálp enn einu
sinni. Þá verði og að minnast þess, að sömu óhöpp gætu
auðvitað einnig hent hvern annan, sem tæki við verzlun-
inni, auk þess að búast mætti við, að líka yrði að veita
honum lán.
Að lokum lét sölunefnd þá eindregnu ósk í ljós, að
Hansteen yrði veitt nægileg hjálp til að geta haldið verzl-
uninni áfram.17
Niðurstaðan varð sú, að Hansteen voru lánaðir um-
beðnir 7200 ríkisdalir og við þá upphæð bætt 2500 ríkis-
dala skyndiláni, er hann hafði fengið árið áður, en ekki
borgað, og taldist þetta nýja lán því nema 9700 ríkisdöl-
um. Af þessu láni skyldi hann greiða 4% ársvexti og 1000
ríkisdala afborgun árlega næstu 4 árin. Hinar eldri skuldir
hans, samtals 11530 ríkisdalir, áttu hins vegar að bíða
vaxta- og afborganalausar í sama tíma, en að þessum 4
árum liðnum skyldi nánari ákvörðun tekin um öll skulda-
mál hans. Allt, sem hann átti og eignaðist, varð hann sem
fyrr að setja að veði fyrir skuldunum með fyrsta veðrétti
fyrir sölunefnd, og tveir aðilar voru í ábyrgð fyrir sam-
tals 3200 ríkisdölum af hinu nýtekna láni.18