Saga - 1964, Side 143
HÚSAVIKURVERZLUN 1 FRlHÖNDLUN
135
III.
Pétur Hansteen var búsettur í Kaupmannahöfn eins og
flestir aðrir íslandskaupmenn og kom aðeins til Húsavík-
ur stundum á sumrin, en lét annars faktora annast verzl-
unina þar. Því starfi gegndi lengst af íslenzkur maður,
Jón Pétursson að nafni, og virðist honum hafa farið það
sæmilega úr hendi eftir ástæðum, að minnsta kosti verður
ekki vart við neinar kvartanir bænda eða sýslumanns yfir
honum. Hins vegar bárust rentukammeri og sölunefnd ár-
legar kvartanir út af verzlunarháttum Hansteens, og þarf
engan að undra það eftir það, sem þegar hefir verið sagt
um efnahag hans. Ljóst er þó, að þessar kvartanir höfðu
í rauninni lítil sem engin áhrif, úr því að Hansteen var
stöðugt látinn lafa við verzlunina. Fundu menn að vonum
sárt til þess, eins og kemur víða fram í bréfum Þórðar
Björnssonar, sýslumanns Þingeyinga, en hann tók við
sýslumannsstörfum af föður sínum árið 1796. I hinum ár-
legu skýrslum til rentukammers um ástand sýslunnar og
við önnur tækifæri var Þórður óþreytandi að lýsa hinu
bága verzlunarástandi og þeim illu áhrifum, sem það hafði
á allan hag sýslubúa og var jafnan ómyrkur í máli. Einn-
ig tók hann þessi vandamál oft til rækilegrar meðferðar í
bréfum til Stefáns amtmanns Þórarinssonar, sem lengi lét
mj ög til sín taka í baráttunni fyrir umbótum á verzluninni.
1 bréfi einu 29. júní 1797 segir Þórður, að varla muni
nokkurt hérað í norður- og austuramti hafa meiri ástæðu
til að kvarta yfir hinum þjakandi áhrifum þessarar svo-
nefndu frjálsu verzlunar en Þingeyjarsýsla. Ár eftir ár
hafi hlutaðeigandi sýslumaður kvartað við rentukammerið,
en öllum þeim kvörtunum hafi það tekið með þögninni
einni. Síðan rekur sýslumaður nokkuð verzlunarferil Han-
steens á Húsavík og kemst að því leyti að sömu niður-
stöðu og sölunefnd, að hann telur það ofur eðlilegt, að svo
fátækur maður sem Hansteen hafi aldrei getað birgt hið
stóra kaupsvæði sitt að nauðsynlegum vörum. Afleiðing-
in hafi hins vegar brátt orðið sú, að bændur í vesturhluta