Saga - 1964, Síða 146
138
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
verzlunarinnar eigi hvað mestan þátt í því að draga þrótt
og þor úr héraðsbúum. 1 góðum árum fari hagnaðurinn af
beztu vörum þeirra, svo sem sauðfjár- og sjávarafurðum,
að mestu leyti í ferða- og flutningskostnað til fjarlægra
verzlunarstaða, og ofan á það, að ekki sé hægt að flytja
þaðan þungavörur, bætist, að peningar fáist þar yfirleitt
ekki heldur. í staðinn fyrir beztu vörur sínar fái bændur
því lítið annað en óþarfavarning eða gagnslitlar vörur,
sem þeir taki við af trúgirni eða troðið sé inn á þá. Óhugn-
anlegast kveður sýslumaður þetta ástand þó vera í hörðum
árum, þegar ekkert eða óverulegt sé fyrirliggjandi af mat-
vörum í verzlunum, og mætti af þessu ætla að kaupmönn-
um væri það í sjálfsvald sett, eftir að fríhöndlunin komst
á, hvort þeir flytji nægar nauðsynjavörur til landsins eða
ekki, ef hið gagnstæða kæmi ekki greinilega fram í verzl-
unartilskipuninni frá 13. júní 1787.19
Árferði var ærið misjafnt í Þingeyjarþingi í verzlunar-
tíð Hansteens, en þó voru nokkur ár góð eða sæmileg.
Einkum var viðbrugðið, hve mildir veturnir 1796—97 og
1799—1800 voru, og sömuleiðis voru sumurin 1797, 1799
og 1800 allgóð. Hins vegar var veturinn 1795—96 mjög
harður og sumarið eftir afleitt, enda lónaði hafísinn þá
úti fyrir ströndinni frá því í febrúarmánuði og fram í
september. Varð þá slík fannkoma í júlímánuði, að taka
varð kýr og kindur í hús í nokkra daga og allt sumarið
snjóaði í fjöll. Árið 1798 var tíðarfar lengst af hið versta,
og varð hafísinn þá landfastur í maíbyrjun og lá fram á
Jónsmessu. Þá var og veturinn 1798—99 mjög harður og
feiknalega snjóþungur. I janúar þann vetur gekk líka af-
skaplegt fárviðri yfir landið, sem olli víða gífurlegu tjóni
á húsum, bátum og fleiru, þar á meðal í Þingeyjarsýslu.
Á hinum hörðu árum féll ýmist mikið af búfénaði bænda
úr hor og harðrétti eða þeir neyddust til að slátra honum
úr hófi fram sér til viðurværis, og keyrði um þverbak
með harðindum þeim, er hófust haustið 1800 og stóðu yfir
um þriggja ára skeið. Náðu þau hámarki á öðru ári, er