Saga - 1964, Síða 151
HÚSAVlKURVERZLUN I FRlHÖNDLUN 143
höfn útilokað það, að nokkur annar en Hansteen færði
þeim lífsbjörg, eins og verður nánar getið um síðar. Nú
sóttust menn þó meira eftir kornvörum en nokkru sinni
fyrr og allt útlit á, að þær yrðu þrotnar um það leyti, er
skipið héldi frá Húsavík, en að sögn sýslumannsins var
skorturinn í héraðinu austan Jökulsár á Fjöllum slíkur
þetta sumar, að þar drógu menn að mestu fram lífið á
kjötinu af horföllnum kindum, fjallagrösum og vatni.
Mjólk var nær enga að fá sumarið 1802, þar eð málnytu-
peningur sá, er eftir lifði, var því nær geldur sökum ill-
tíðar.
Matvörurnar á Húsavík entust ekki öllu lengur en
sýslumaður bjóst við, og fyrir miðjan vetur tilkynnti
faktorinn á Vopnafirði íbúum Svalbarðs- og Sauðanes-
hreppa, að gagnslaust væri fyrir þá að ómaka sig þang-
að, því að þar væri einnig matarlaust. Þegar svona var
komið, var það mönnum að litlu gagni, þótt þeir ættu
einhverja gjaldvöru, t. d. prjónles, sem þeir gátu unnið
smám saman úr ull af horföllnum kindum, húðir og skinn
eða peninga, og jafngagnslaust var að safna peningum
heima í héraði eða að stjórnin sendi þá, úr því að ekki
Var jafnframt séð fyrir því, að nægar matvörur væru til í
verzlununum. Við þetta bættist, að kaupmönnum var yfir-
^eitt illa við að selja nokkuð teljandi af vörum fyrir pen-
lnga, þar eð minni hagnaður var af því en taka í staðinn
vörur, sem hægt var að selja erlendis með verulegum
gróða, enda segir Þórður sýslumaður í bréfi til amtmanns
1 arsbyrjun 1803, að alvarlegrar tregðu sé byrjað að gæta
hjá kaupmönnum á Akureyri, eins og raunar á fleiri verzl-
Pnarstöðum, að láta matvörur fyrir peninga, og það þótt
söluverðið sé hærra en í vöruskiptum.20
Það lætur að líkum, að Hansteen hefir hvorki notið vin-
sselda né álits í Þingeyjarsýslu, enda segir sýslumaður í
ofangreindu bréfi til amtmanns, að Hansteen muni ekki
Pafa mikla tilfinningu fyrir neyð íbúanna á kaupsvæði
Wnsavíkur og mvndi varla vilja fórna neinu þeim til hjálp-