Saga - 1964, Qupperneq 154
146
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
ástand sýslunnar segir Þórður, að sér hafi verið skýrt
munnlega og skriflega frá verzlun Kyhns á Kaufarhöfn
og Wulffs á Raufarhöfn og Þórshöfn, en sökum þess, hve
fjarri hann býr þessum stöðum (í Garði í Aðaldal) hafi
hann ekki getað farið þangað í tæka tíð. Rentukammerið
sé auðvitað dómbærara en hann um það, hvort þessi verzl-
un samrýmist gildandi lögum, og vera megi, að hún geri
það ekki fyllilega. Hann leyfi sér samt að benda á, að hún
hafi forðað íbúum nálægra sveita frá yfirvofandi skorti
og jafnvel hungurdauða. Einkum sé verzlun Wulffs sögð
hafa verið bændum allhagstæð og hafi hann meira að
segja lánað þurfandi mönnum eitthvað af matvörum.
Sýslumaður telur þessi kaupskip vera komin að ein-
hverju leyti fyrir tilstilli forsjónarinnar, því að enginn
ókunnugur geti gert sér fulla grein fyrir því, hve bláfátæk-
ir íbúar nyrztu hreppa sýslunnar séu, hversu allt atvinnu-
líf þeirra sé í rústum, enda nægi eitt hart ár til, að þar
verði hungursneyð og jafnvel mannfellir. Ástæðan sé sú,
að þessar sveitir, einkum Slétta og Langanes, hafi svo
rýran landbúnað, þar eð heyfengur sé þar lítill, en aftur
á móti séu þar mörg hlunnindi af öðru tagi, svo sem æðar-
varp, selveiðar, fiskveiðar í sjó og vötnum, reki o. fl. Sjáv-
arafli hafi raunar brugðizt í mörg ár, sem kannski stafi
að einhverju leyti af ódugnaði og af skorti á veiðarfærum.
öruggustu leiðina til viðreisnar hinum bágstöddu hér-
uðum álítur Þórður sýslumaður vera, að verzlun verði
stofnuð á Raufarhöfn, en þann stað telur hann heppilegri
en Þórshöfn, sem einnig sé þó nothæf. Máli sínu til stuðn-
ings bendir hann á, að sjósókn Siglfirðinga hafi mjög auk-
izt, eftir að verzlun var stofnuð þar, og svipuð myndu
áhrifin verða af verzlun á Raufarhöfn.23 Hann vissi hins
vegar ekki til, að hægt væri að setja fra maðrar mótbárur
gegn verzlun á Raufarhöfn eða Þórshöfn en að það drægi
einhver viðskipti frá Húsavíkurverzlun. En jafnvel þótt
einhverjar líkur væru til þess, ætti samt ekki að leggja
það til jafns við þau rök, sem færð hefðu verið fyrir gagn-