Saga - 1964, Síða 159
HÚSAVlKURVERZLUN 1 FRlHÖNDLUN
151
hins vegar í ljós undrun yfir því, að skip þeirra félaga
hafi ennþá komið til Raufarhafnar sumarið 1800 og
verzlað þar, enda þótt kammerið hafi margbannað þeim
slíka verzlun. Sjálfur kveðst hann aldrei hafa fengið að
vita um skipakomur til Raufarhafnar í tæka tíð sökum
þess, hve fjarlægur sá staður er heimili hans, og á þessu
sumri hafi hann auk þess verið að heiman frá 26. júní
til 7. ágúst vegna ferðar sinnar til alþingis.30
I þessu sama bréfi skýrir sýslumaður frá því, að annað
skip Hansteens hafi farizt á Húsavíkurhöfn þá um sum-
arið með hluta af farmi sínum. Við þetta sótti í gamla
horfið, að Hansteen hafði aðeins eitt skip í förum til
Húsavíkur, og hélzt það svo það, sem eftir var af verzl-
unarferli hans þar. Er augljóst, hversu óheillavænlegt
þetta var ásamt banninu við verzlun á Raufarhöfn og
bórshöfn í harðindum þeim, sem lýst hefir verið hér að
framan, og til lítils sóma er það fyrir Hansteen, að eftir
sem áður gerði hann allt, sem hann gat, til að hindra,
að keppinautar leituðu inn á verzlunarsvæði hans. Lögum
samkvæmt máttu reyndar þeir kaupmenn, sem höfðu borg-
araréttindi á Akureyri, senda skip til verzlunar á Húsa-
víkurhöfn og reka verzlun frá skipinu í 4 vikur, og sama
var að segja um kaupsýslumenn búsetta í Danmörku, Nor-
egi og Hertogadæmunum. Sömuleiðis var öðrum kaup-
mönnum leyfilegt að stofna fasta verzlun á Húsavík með
því að uppfylla tiltekin skilyrði, en ekkert af þessu þótti
svara kostnaði, einkum vegna þess, hve viðsjál höfnin var
skipum.
Eftir bréfum Þórðar sýslumanns til rentukammers 1801
°g 1802 að dæma var engin tilraun gerð þau ár til lausa-
verzlunar við strendur sýslunnar og átti það vitanlega
bæði rót sína að rekja til hinna síendurteknu banna
kammersins og til hafíssins sumarið 1802. En árið 1803
þóttist Kyhn stórkaupmaður, sem var manna ófyrirleitn-
astur, þegar því var að skipta, hvort svo sem stjórnin eða
aðrir áttu í hlut, ekki geta lengur setið auðum höndum,