Saga - 1964, Síða 160
152
SXGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
en sendi skip til lausaverzlunar á Raufarhöfn og Þórs-
höfn. Mun það þó fremur hafa verið hagnaðarvonin og
löngunin til að þrjózkast við banni stjórnarinnar, sem
i’éðu gjörðum Kyhns, en umhyggja fyrir íbúunum, enda
var hann maður mjög harðdrægur.
Til þess að ná sem beztum árangri, skrifaði Kyhn sókn-
arpi'estunum í norðurhluta Þingeyjarsýslu og kvaðst hafa
frétt um hinn mikla skort, sem þar væri ríkjandi, og
því sendi hann skip með matvörur til Raufarhafnar og
Þórshafnar. Bað Kyhn prestana að hvetja sóknarbörn sín
til að koma þangað til verzlunar, og hefir það vafalaust
verið auðvelt verk, þar eð víst mátti telja, að skip Han-
steens yrði ærið síðbúið að vanda og kæmi alls ekki við
á Raufarhöfn.
Skip Kyhns kom til Þórshafnar um miðjan júlí, en þá
var Þórður sýslumaður staddur á þeim slóðum við mann-
talsþinghald og gat lítið annað gert en fi'amfylgja hinum
margítrekuðu fyrirskipunum stjórnarinnar um algert
bann við verzlun þar. Að öðrum kosti vofðu yfir honum
harðar áminningar og fésektir eða jafnvel embættismiss-
ir. En vegna eindreginnar beiðni bænda í Sauðaneshreppi
hætti hann þó á að leyfa þeim að kaup lítið eitt af kornvör-
um í skipinu í von um, að stjórnin samþykkti það sökum
hins ískyggilega ástands. Eftir mjög skamma viðdvöl á
Þórshöfn hélt skipið til Raufarhafnar, en sýslumaður sá sér
ekki annað fært en banna öll frekari viðskipti við það með
tilvísun til fyrirskipana rentukammersins. Og með því
að hann óttaðist, að bændur ætluðu að hafa þetta bann
að engu á þeim forsendum, að nauðsyn bryti lög, þorði
hann ekki annað en fyrirskipa tveim bændum, sem bjuggu
í nánd við Raufarhöfn, að gæta þess vandlega, að engin
verzlun yrði rekin þar.
Fi'á þessum aðgerðum skýrði sýslumaður amtmanni í
bréfi þann 6. ágúst og kvaðst ekki geta lýst því með nein-
um orðum, hve þungt sér hefði fallið það að neyðast til
að banna þessu ákaflega bágstadda fólki að verða sér úti