Saga - 1964, Page 161
HÚSAVlKURVERZLUN 1 FRlHÖNDLUN
153
um lífsnauðsynjar í skipinu. Hið sama sagði hann einnig
í bréfi til rentukammersins og var allsódeigur að sýna
fram á, hvílíkt miskunnarleysi það væri að leggja bann við
allri verzlun á Raufarhöfn og Þórshöfn. I bréfinu til amt-
manns segir hann enn fremur, að komin séu kaupskip til
allra verzlunarhafna á Norður- og Austurlandi nema
Húsavíkur einnar, sem þó þarfnist aðflutninga öllum
öðrum höfnum fremur. Hann hafi líka frétt, að skip
Hansteens hafi enn þann 26. júní vei’ið í viðgerð í Kaup-
mannahöfn.
Nú hefði mátt ætla að Fog, hinn nýi faktor Hansteens
á Húsavík, hafi verið ánægður með aðgerðir sýslumanns
gegn viðskiptum Norðurþingeyinga við skip Kyhns, en
svo var þó alls ekki. Þórður var ekki fyrr kominn að
norðan en Fog skrifaði honum og krafðist þess, að hann
sneri aftur til Raufarhafnar til að fylgjast með því sjálf-
ur, að banninu væri hlýtt. Þessu hafnaði sýslumaður al-
gerlega og vísaði til þeirra ráðstafana, sem hann hafði
þegar gert, og bætti því við, að í rauninni stafaði hin
óleyfilega verzlun þar eingöngu af því, að Hansteen hefði
sjálfur vanrækt að senda skip þangað.31
Þess skal getið, að þegar faktorinn setti fram þessa
kröfu sína, var skip Hansteens enn ókomið til Húsavík-
ur, enda kom það ekki fyrr en 26. ágúst. Er þetta óhugn-
anlegt dæmi um það, hve langt kaupmenn og verzlunar-
stjórar þeirra gátu gengið í ósvífni sinni og eigingirni
ún þess að skeyta nokkuð um velferð landsmanna. Það var
aðeins í samræmi við þetta, að árið áður hafði Hansteen
kvartað yfir því við sölunefnd, að kaupmenn á Akureyri
verzluðu meira á kaupsvæði hans en leyfilegt gæti talizt
°g seldu vörur sínar á lægra verði en hann hefði efni á
uð selja sínar vörur.32
IV.
Hafi sölunefnd í rauninni gert sér einhverjar vonir
um, að Hansteen kaupmaður myndi rétta við smám sam-