Saga - 1964, Síða 164
156
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
enn einhver úrræði til að halda honum á floti. Auðvitað
kynni það að kosta langt og mikið þjark að fá þessu
framgengt, en reynslan hafði sýnt, að nefndin hafði allt-
af látið undan að lokum og fengið samþykki fjármála-
ráðuneytisins og konungs við lánveitingum og margvís-
legum ívilnunum honum til handa. Auðvelt var líka að
benda á, að það væru fleiri en hann, sem nytu aðstoðar
sölunefndar, og það þótt litlu meiri von væri um, að þeir
gætu staðið í skilum fremur en hann. Nærtækasta dæmið
var um Pétur Hölter kaupmann í Stykkishólmi, sem orð-
ið hafði gjaldþrota haustið 1802, en sölunefnd var að reyna
að koma á réttan kjöl um þetta leyti með því að halda
verzlun hans gangandi fyrir eigin reikning og láta Hölter
stjórna henni sem faktor í þeirri von, að úr rættist, er ár-
ferði batnaði.34
Sölunefnd og fjármálaráðuneytinu þótti hins vegar al-
veg nóg að hafa þannig hönd í bagga með Stykkishólms-
verzlun, þótt Húsavíkurverzlun bættist ekki við. Þóttist
nefndin því í miklum vanda stödd vorið 1804, er Hansteen
tilkynnti henni, að svo væri nú komið högum hans, að hann
gæti hvorki greitt tilskildar afborganir né lagt í kostnað
fyrir vörum og öðru, sem til þurfti, til að hægt væri að
senda skipið til íslands. Miklar hækkanir höfðu þá orðið
á innkaupsverði flestra nauðsynjavara af völdum styrj-
aldarinnar, sem hafin var að nýju, og skuldir Hansteens
við sölunefnd námu nú um 20330 ríkisdölum, en við einka-
aðila um 5000 ríkisdölum.
Sölunefnd reyndi fyrst að leysa þennan vanda með því
að fá aðra kaupmenn til að gera félag við Hansteen um
Húsavíkurverzlun, án þess að þeir þyrftu þó að taka á
sig skuldir hans eða ganga í ábyrgð fyrir þeim. Leitaði
hún fyrst til þeirra tveggja kaupmanna, sem máttu sín
mest í verzluninni nyrðra, en það voru þeir Friðrik Lynge
og Jens Lassen Busch. Hinn fyrrnefndi var þá helzti kaup-
maðurinn á Akureyri og hafði auk þess verzlun á Siglm
firði, en hinn síðarnefndi var einn umsvifamesti kaup-